Verði ljós - 01.03.1897, Page 7

Verði ljós - 01.03.1897, Page 7
39 átt að breyta og getað breytt öðruyísi. Þótt nú engin vísindi geti fundið þann punkt, þar sem viljinn er algjörlega frjáls, þá finnum vjer það og viðurkennum, að hann er frjáls og bæði tölurn og breytum í samkvæmni við það, og sjálft lífið knýr oss til að viður- kenna að svo sje, tala og breyta þannig — en það er sterkasta sönnunin fyrir því að til sje frjáls vilji, enda þótt vjer verðum að játa það, að hann liggi ofar skilningi vorum. — Þetta nægir til þess að sýna það, hvc eðli sjálfra vor er oss ókunnugt. Hið insta djúpi mannlegs eðlis er og verður raauninum óleysanleg gáta. En þó er oss eðlilega en ókunnugra um eðli guðs. Sá maður er enn ekki frainkominn, er hafi ransakað lífseðlisfræði eða sálarfræði guð- dómsins. En þá er það líka bláber fásinna, er engri átt nær, að halda því fram sem óyggjandi sannleika, að hinn takmarkaði raaður geti ekki rúmað í sjer fylling guðdómsins, og byggja á þvi einu höfnun guðdómloika Krists. Oss er jafnókunnugt um það, hvað andi mannsins, þrátt fyrir takmörkun sína, mundi geta rúmað, scm um það, hve mjög guð, þrátt fyrir algjörleika sinn, getur tak- markað sig. Heilög ritning segir oss, að guð hafi skapað manninn eptir sinni mynd og að því eigi sjer stað verulíking milli guðs og vor. Eitthvað líkt þessu hefir án efa vakað fyrir gamla gríska skáhlinu, som Páll vitnar til í ræðu sinni í Aþenuborg: „Yjer erum guðs ættar!“ sagði hann. Finnum vjer ekki allir til þessa hins sama? Skyldi það ekki vera vegna skyldleika vors við guð, að vjer hugs- um um guð, tölum um guð, leitum guðs? Virðist ekki þessi veru- líking, þessi skyldleiki milli guðs og manna, að minsta kosti láta oss renna grun í möguleika þess, að guð geti orðið maður og lifað mannlegu lífi? Þessum spurningum, sem vjer nú höfum fengizt við: hvernig — í hvaða skilning var Jesús Kristur guð? og hvernig gat hann verið guð, hvernig var slikt mögulegt? — þessum spurningum gct- um vjer vitanlega ekki svarað þannig, að vjer getum vænzt þess, að mcnn alment telji svarið fullnægjandi. En vjer setjum það ekki fyrir oss. Því hvorug spurningin er eiginleg trúarspurning. Það eru vísindalegar, heimspekilegar eða, ef menn svo vilja, guð- fræðilegar spurningar, trúnni í sjálfu sjer óviðkomandi. Það er aðeins ein spurning, ér viðkemur trúnni og hún er þessi: Yar hann guð cða var hann það ekki? En af því að trúin er í engri óvissu um það, að hann var það — og er það, — þá lætur hún

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.