Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 8
40 það eðlilega liggja sjer að miklu leyti í Ijettu rúmi, hvernig hann var það, og hvernig hann gat verið það. (Framh.). Yor kirkjulegu mein og orsakir. jteirra Eptir ejora Jón Helgason. m. [Niðurlag]. Sje það nú rjett álitið, sem þegar hefir verið haldið fram, að höfuðmein vors kirkjulega lífs sje vöntun á persónulegum lif- andi kristindómi, og sje það rjett, sem þegar hefir verið sagt um orsakir þessa meins, að þeirra væri aðallega að leita hjá starfs- mönnum kirkjunnar á liðnum tímum og stæðu í sambandi við þá staðhöfn, að prestastjettin sjálf hefði ckki, sern skyldi, verið gagn- tekin af persónulegri kristilegri trú, — sje allt þetta satt og rjett, og betur fáum vjer ekki sjeð, þá mundi það liggja í augum uppi, að fyrsta skilyrðið fyrir því, að bót verði ráðin á vorum kirkju- legu meinum, er hvorki endurskoðuð handbók, breyttir helgisiðir, ný prjedikunaraðferð eða prestastefna með löggjafarvaldi, nje yfir höfuð breytingar á hinu ytra kirkjulega fyrirkomulagi, heldur er fyrsta höfuðskilyrðið þetta, að kirkja íslands eignist sem allra flesta sanntrúaða, lifandi, áhugamikla starfsmenn, trúarheita og trúarsterka prestastjett með skírri meðvitund um það, hver hefir kallað hana, og tilfinningu fyrir því, til hvers hann hefir kallað hana, presta- stjett, er setur sjer það sem æðsta markmið, að efla dýrð drottins Jesú í söfnuðinum og gjörir því frelsarann sjálfan ekki aðeins að miðpunkti kenningarinnar, heldur einnig og umfram alt að mið- punkti lífs síns, hvort heldur er í kirkju eða utan. Þegar slík prestastjett er fengin, má fara að búast við betri tímum, — þá má fara að búast við því, að vor kirkjulegi hagur batni og að þess sjáist fleiri merki í þjóðlífi voru, að einnig hjer hljómar orð drott- ins alsherjar frá hæðunum, að einnig hjer lifir og starfar stjett manna, er ritað hefir á skjöld sinn orðin „helgaður drotni“. En heldur ekki fyr. Og þá mun það líka koma í Ijós, að hið ytra kirkjulega form þarf engan veginn að standa oss fyrir þrifum, cins og svo opt er borið við nú á dögum. En hvaða vonir gefur nútíminn oss méð tilliti til framtíðar- innar? Eru nokkrar líkur til að vor kirkjulegi hagur batni, að þær meinsemdir, sem nú þjá kirkjulíkama vorn, verði græddar innan skams?

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.