Verði ljós - 01.03.1897, Qupperneq 14

Verði ljós - 01.03.1897, Qupperneq 14
46 Sálminum hafði verið breytt að fornspurðum höfundinum. Hann hafði ætlazt til, að sálmurinn byrjaði svo: „Að elska þig, minn góði guð“, sem óueitanlega fer betur á en hiuu. Út af þessu skiptust þeir á nokkrum brjéfum, sjera Jón og Dr. Magnús Stephen- sen, er út hafði gefið viðbætinn og breytt sálminum; ræddu þeir þar um andlega ljóðagjörð og kristilega lífsskoðun yfirleitt; skorti þar hvorki sókn nje vörn, enda mátti segja, að þar ættust við tveir höfuðkappar landsins, annar hrifinn af öllum hinum glæsilegustu hugsjónum mcntunar og vísinda og hvers konar framfara; en hinn snortinn guðmóði innilegrar, traustrar og helgrar trúar. Br það ekki síður uppbyggilegt nú en þá að virða fyrir sjer umræður þeirra, því að enn í dag heldur áfram sams konar barátta — milli trúar og skynsemi1. Fleiri urðu til að andmæla sálmabókinni en sjera Jón einn, en hjá flestuin var það af nokkuð öðrum rótum runnið; áttu og sumir sín í að hefna, svo sem þjóðskáldið sjera Jón Þorláksson, er ljet gremju sína í ljósi í biturorðum kveðlingum, eins og kunnugt er. Nafnkunnastur er sjera Jón þó orðinn fyrir hin evangelisku smárit sín og smáritafjelag það, er hann var frumkvöðull að. Hug- myndin um stofnun slíks fjelags hafði þegar lengi verið rík í huga hans, en Honderson hinn enski glæddi liana og efldi. Það var árið 1815, er sjera Jón stofnaði smáritafjelag sitt; átti það ciginlega að vera jafnhliða biblíufjelagiuu, er það kæmist á og því til stuðnings. Sjera Jón telur þetta aðal-augnamið smá- ritafjelagsins: „svo sem við hliðina á því eptiræskjanlega biblíu- fjelagi hjer á landi, að dæmi annara þjóða, að leitast við að benda fólki með uppvekjandi ritum, til að brúka, og brúka rjettilega, þann dýrmæta fjesjóð heil. ritningar, sem guð hefir nú sent oss, honum til dýrðar en oss til sáluhjálpar, svo dómur hans verði ei þess þyngri yfir oss, sem hann sendir oss meira af sínu orði, en vjer skipumst ekki“ (sbr. formála sjera Jóns fyrir 1. árg. Smárit- anna. Þess þarf ekki að geta, að hann efndi jafnan trúlega að láta fjelag sitt stefna að þessu sama marki: Alt, sem út kom frá fjelaginu bar þess vott. Fjelagið gaf út smábæklinga — evangelisk smárit — hvern um sig 1—3 arkir að stærð, með áframhaldandi töluröð. Eptir 3 ár voru komin út 12 smárit (30 arkir) og kost- uðu þau öll samtals 10 fiska og er það ekki mikið verð, ekki síst þegar litið er til þess, hve bækur voru dýrar um þær mundir. Það, sem eptir var æfinnar, var sjera Jón jafnan lífið og sálin í þessu fjelagi; hann skráði flest ritin fyrir það og sá um útgáfu þeirra með tilstyrk vina sinna erlendis, því þar voru ritin prentuð. Margir urðu og til þess að hlynna að fjelagsskap þessum af inn- lendum mönnum2. Um efni allra smáritanna má segja, að það *) Sýniahoru af brjefaskiptnm þeirra hefir „Verði ljós“ flutt, on öll eru brjefiu til í handritaaafui Bókmeuntafjelagsins og er það etór bók og merkileg. s) Má sjerstakloga nefna Björn Ólsen á Þiugeyrum, vin sjera Jóns, er gekst fyrir samskotum því til handa og rjetti því sjálfur rausnarloga hjálparhönd.

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.