Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 16
48
nafni Jóns prests uppi, þá liggur þó mjög margt floira eptir hann,
ýmist þýtt eða frumsamið. Af því sem er prentað, má nefna bók
hans „um sanna guðlirœðslu11 og „bænalcver11. Hann átti og nokk-
urn þátt í endurskoðun bibiíuútleggingarinnar (Viðey 1841).
Af því, som óprentað er eptir hann, má cinkum nefna „Kristnisögu",
frá fyrstu tímum og fram á hans daga, og rit gegn ýmsum van-
trúar- og villukenningum („Leiðiþráður út úr völundarhúsi vantrúar-
innar“). — Fyrir söfnuðum sínum í Grundarprestakalli fiutti hann
og stundum fyrirlestra til útskýringar heil. ritningar. Ná þeir yfir
fyrri hluta Jóhannesarguðspjalls. Margt er og fleira til eptir hann
guðfræðilegs etnis.
En auk þess sém hann ritaði í þeirri fræðigrein, er hann helg-
aði líf sitt, lagði hann stund á ýms önnur fræði, og ritaði nokkuð
um þau. Þannig eru til rit eptir hann, er snerta læknisfræði,
náttúrufræði, mælifræði og ýmislegt viðvíkjandi búskap og stjórn
sveitarmálefna En einkum hneigðist þó hugur hans að stjörnufræði og
rímfræði, og skráði hann margt um þá vísindagrein, bæði í bundnu
máli og óbundnu. Þykir hjer skylt að geta þessara ritstarfa sjera
Jóns í Möðrufelli, bæði til þess að sýna, að hann var einn þeirra
fáu manna, er við mörgu geta snúizt í einu, án þess að aðal-
starfið bíði af því neitt tjón, og enn fremur til að leiðrjetta þær
skoðanir, er sumir hinir yngri menn munu hafa á honum, að hann
hafi verið svo einstrengingslegur í hugsunarhætti, að hann hafi látið
sjer allt óviðkomandi nema boðskap kristindómsins1. —
Þess var gctið í upphafi, að margir, er um miðbik og seinni
helming 18. aldar hefðu litið í anda yfir framtíð land svors og lýðs,
mundu hafa spurt efablandnir, hvort hjer væri nokkur viðreisnar-
von. Vjer, sem nú orum uppi, höfum sjeð hvernig aldafaðirinn
hefir svarað þessari spurningu, livornig hann um þær mundir og
ávalt síðan hefir sent oss hvern ágætismanninn af öðrum, landi
voru til sæmdar og þjóð vorri til blessunar. Og þegar litið er af
sjónarhæðinni, sjerstaklega yfir líf þess manns, er nú hefir verið
minzt að nokkru, — þá getum vjer verið vonglaðir um framtíð
vorrar kæru fósturjarðar, því að meðan trúin á hin guðlegu sannindi
fyrnist ekki, meðan þessi himneska lífslind þornar ekki, þá er ávalt
viðreisnarvon. Og hvort sem sjera Jóns lærða í Möðrufelli verður leng-
ur eða skemur getið í kirkjusögu lands vors, þá mun það ávalt
sannast um hann, er skáldið kvað:
Og eitt er víst um þau áhrif góð, þau aldrei fyrnast þó aldir líði,
sera andans monn hafa á sína þjóð, þau yngri kynslóðum verða prýði.
J) Sjerstaklega er merkilegt, hvernig hann tók tímaritinu „Fjölni“. Hann
hefir ritað um það, og sjest af þeirri ritsmíð, að þeir munu ekki hafa vorið
margir af hinum ungu og upprennandi, or betur skildu „Fjölni“, en hinn háaldr-
aði öldungur.
Útgefondur: J6n Helgason, prestaskólakennari, Sigurður P. Sivcrtsen og
Bjarni Símouarson, kandídatar í guðfræði.
Reykjavik. — Fjelagsprentsmiójan.