Verði ljós - 01.02.1898, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.02.1898, Blaðsíða 12
28 hefir verið borið á þossi kvæði af sumum, grunar mig, að nokkuð aí þvi lofi eigi rót sina að rekja til þess, að þessum mönnum liafi þót.t vænt. um árásirnar á kristindóminn og kirkjuna. Aldrei hafði mig grunað, að nokkur maður, sem uppalinn er í kristnu landi, gæti borið kristinni trú þann vitnisburð, sem Þorsteinn gjörir í „Þyrnum“; og þetta er því óskiljanlegra sem höf. er úr flokki mentamannanna. Haun ætti þó að vita, að það er kristindómuriun, sem hefir borið menuingu heimsins áfram fet fyrir fet, þótt opt hafi örðugt gengið; honum æt.ti ekki að vera ókunuugt um það, að hin siðferðilega grundvallarregla kristindómsins: „Þú skalt. elska guð þinn af öllu lijarta og náunganu eins og sjálfan þig“, hefir að miklu leyti ummyndað lieiin- inn og hugarfar mannanna, og er ávalt að þvi; því að það er kristin- dómuriun, sem gróðursett liefir mannúðina í heiminum. Það er kristin- dómurinn, sem hefir kent oss að meta gildi hverrar einustu mannssálar. Það er kristindómurinn, er kennir oss, að maðurinn sje skapaður í guðs mynd og að hver mannssál hafi eilíft gildi fyrir guði, sem hefir hafið konuua til jafnvægis við manninn og útrýmt þrældómnum meðal allra kristinna þjóða. Það er kristiudómurinn, sem kent. hefir inöunum þá skyldu, að annast sjúka og bágstadda, enda liefir alt til þessa dags hin stórkostlega llknarstarfsemi víðsvegar í heiminum verið framkvæmd af lærisveinum Jesú Krists. Lærisveinar hans hafa jafnan leitast við að bera ljós og hita inn til þeirra, sem bágt oiga og sitja skugga mcgin í lífinu. Kristindómurinn hefir hingað til verið kallaður t.rúarbrögð kærleikans, og hver maður, sem les sögu mannkynsins óblindaður, hlýtur að játa, að út. frá Jesú Kristi og þeim, sem lengst liafa komizt í því að lifa ept.ir hans boðum, kvislast, blessuuarlindir inannkynsins. Engiu llfsskoðun, sem birzt liefir i þessari veröld, hefir veitt játeudum síuum annau eius frið og gleði, eins og kristindómurinn, og engin lífs- skoðun liefir hafið einstaklingana eins hátt, kent þeim að lifa öðrum, en ekki sjálfum sjer. Kristindómurinu heíir komið því til leiðar, að menn liafa borið sjúkdóm og kvöl með þakklæti til guðs, í stað þess að kveina, og enn þann dag í dag er liann hiu einasta huggun þúsundum þúsunda viðsvegar á jörðunni í hörmum lifsins. A uú að kippa öllu þessu burtu, og það þótt menu hafi ekkert að setja i staðiun? Eða munu hiuir sorg- nnpddu, fátæku, föllnu og bágstöddu, sem nú lifa, finna mikla liuggun oða hjálp í þvi, að mannkynið máske oinhveru tima eptir margar aldir koinist á hærra stig, svo að þeir einstaklingar, sein þá lifa, muui geta átt við betri kjör að búa, eu nú búum vjer? Líf Jesú Ivrists, sem öllum játendum lians finst hið dýrðlegasta, sem hirzt liefir i þessum heimi, virðist, fara alveg fram hjá höf.. Hann, som oss er kent að látið hafi líf sitt á krossinum af óumræðilegum kær- leilca til hins í'allna mannkyns, — liann er í einu kvreðinu kallaður skrýmsli og óvættur. Hjer höfum vjer ljósau vott, þess, að vantrúar-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.