Verði ljós - 01.02.1898, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.02.1898, Blaðsíða 9
25 lieimi. Meiri fjarstæða en þetta kvæði getur varla liugsazt. Hjer rang- hvolfir höf. öllu i ofstæki síuu. Kristindómuriun, fagnaðarhoðskapur hinua fátæku og bágstöddu, er hjer gjörður að manimons-dýrkun. Það er rjett eins og slcáldið sje búið að liafa endaskipti á dæmisögunni um Lazarus og rika manninn. En jeg veit ekki til, að slík breyting sje samþykt enn eða muni nokkurn tíma verða samþykt af nokkrum kristn- um manni. Slik lýsing verðskuldar eiginlega að eins eitt uafn, semsje: ósanuindi. Þá eru hin kvæðin, sem aðallega ráðast á kirkjuna og kristindóm- inn. Sum þeirra í’ara nú svo langt, að þau ganga guðlasti næst og hljóta að særa tilfinningar livers einasta kristins manus. Eu að nokkur mað- ur, sem heftr snefil af fegurðarsmekk í sjálfum sjer, skuli geta feugið af sjer að yrkja aðrar eins vísur og þær tvær, er hann kallar „Guðsmyna- ina“, — það sætir furðu. Þá kemur hatur og rangsýni höf. ekki. síður í ljós í kvæðiuu „Bæn Earíseans“; eu þessi tvö kvæði eru varla þess verð, að þeirra sje minzt. „Orlög gtiðannalí birta oss glöggast skoðun skáldsius á kristindóm- inum; það er vert að skoða hugsunina i þessu kvæði, þótt ekki sje til aunars en að sanufærast um, hve afar-þröngsýnn og ranglátor höf. er í dómum sinum. Hjer lýsir hann i stuttu máli sigurfór kristindómsius yfir Norðurálfuna, alt sunnan af Grikklandi og uorður til Islands. Krist- indómurinn ej'ðir eigi að eins hinum gamla átrúnaði Suðurlaudabúauua, lieldur rekur frelsi þjóðanna í burtu, saurgar og' svívirðir hin fögru heiðnu musteri og útrýmir með öllu liinni frægu grisku list. Þaðan berst kristindómurinn til norrænu þjóðanna, með „uauðung og þraut“ eru þær kúgaðar til að veita houum viðtöku; þetta skrýmsli, þessi ó- vættur (svo nefnir hann Krist) veður upp á löndin, og boðendur hans láta svipurnar og morðvopuin ganga á landsfólkinu. Ólafi konungi Tryggvasyni, er milda, gangskör gjörði að þvi, að kristna bæði Noreg og ísland, er lýst sem níðiugi, sem hafi banað frelsiuu, „lainið og kúgað sveit eptir sveit“ og boðað kristni til þess að láta fólkið „æpa og engj- ast af kvöl til uuunar guðunum sínum“ ! ! Höf. fyrirverður sig jafnvel eldvi fyrir að iýsa kristindóminum sem fjölgyðistrú, og talar um að. M ai'ia mey hafi verið tignuð sem gyðja; nú sje lum að vísu hrakiu úr hásæti guðanna (sjálfsagt við siðabótiua), en Kristur og Jehóva sjeu þó eptir enn; en í lok kvæðisins sogir höf. skýlaust, að sá dagurinn muni koma, að dómurinn gangi einnig yfir þá. Öllum konungum og guðum Verði um síðir varpað í sjóiun. Svo mjög liatar hann kristindóminn, að liann sjer ekki í neinu yfir-] kurði hans yfir annan átrúuað; og í boðuu kristindómsins land úr landi sJer hann ekki anuað on níðingsverk; allir pislarvottarnir hverfa, í staðþeirra er að eins talað um liarðsnúna og grimma konunga, sem nota liina kristnu trú til þess að kúga þjóðirnar undir sig. Það, sejn hingað til

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.