Verði ljós - 01.07.1898, Page 3

Verði ljós - 01.07.1898, Page 3
99 gangandi um kring í fjarlægu landi fyrir mörgum öldum, heldur sem andlega nálægau oss, söfnuði liaus. Yér höfum ennþá geymd orðin, sem hann talaði, og þá skyldum vér setja hann oss sjálfan fyrir sjónir, talandi þau til vor. Vér þekkjum miskunnar- og kraftaverkin, er hann vann, en vér eigum lika daglega kost á að sjá hin andlegu kraftaverk, er hann gjörir á oss með endurlausn sinni, sjá það, hvernig liaun hrifur menn frá löstrun til dygða, frá vantru t.il trúar, frá andlegum dauða til andlegs lífs. Já, vér getum í anda séð krossinn Jesú uppreistau mitt á meðal vor, sem merki liaus eilífa kærleika og guðs fyrirgefandi náðar. Vér sjáum mennina þúsundum saman flykkjast um þetta sameiginlega merki, horfandi á það til huggunar og styrkingar sálum sínum. Vér sjáum hina ungu leggja lífsbraut sína í kristilega stefnu svo að þeir vaxa að vizku og náð hjá guði og mönnum; vér sjáum þá, sem þungi og hiti dagsins þreyt.ir og þjáir, þiggja með þökkum þetta hoð: „Komið til míu allir þér, sem eriiðið og þunga eruð lilaðnir, ég vil gefa yður hvíld“ (Matt. 11, 28); vér lieyrum margan lærisveininn biðja Jesúm að vera hjá sér þegar kvölda tekur og á dagiun liður, margan deyjandi mann- inn ekkert vita sér annað til sáluhjálpar en Jesúm Krist hinn kross- festa, og sofna rólega i þessari trú. Vér sjáum kærleikann t.il Krists, og liinn kristilega kærleika til sálnanna lýsa sér i því, að menn verja fé og fjöri til þess að útbreiða lærdóin Jesú meðal heiðinna þjóða og meðal þeirra í kristninni, er honum hafa gleymt, til þess að liiu sálu- hjálplega þekking megi verða eign sem flestra. Alt þetta sjáum vér og heyruin sem vitnisburð um hina sönuu þekkingu á Jesú sem frels- ara. — En ágæti þessarar þekltingar getum vór þó á enn fullkomuari liátt lært að meta af eigin reynslu; þessi þekking getur orðið reynslu- þekking. Þegar meðvituud syndar vorrar og sektai- hrellir oss og hræð- ir, þegar vér finnum til þess með sársauka, að öll vor beztu verk megna ekki að bæta fyrir eina af vorum minstu yfirsjónum, þegar vér lítum yfir þá ógnarfjai'lægð, sem orðin er milli guðs og vor, þegar vér eins og hinn glataði souur vökuum sem af svefni og minnumst þess, að vór höfum syndgað 1 himiuinn, fyrir vorum himneska fóður — þá er það dýrmætt að þekkja Jesum sein frelsara, er bæði vilji og geti bætt úr öllu þessu. Þ á er ljúft að minnast þess, að hann er sendur til að leita að hinu týnda og frelsa það, þá er eins og náðin og kærleikurinn verki með margföldu afli i sálum vorum. Þ á flýjum vér til Jesú, ekki alvörulaust né fyrir siðasakir, heldur með alvöru og einlægni þess, er í lifsháska biður um hjálp og sór ekki annað fyrir en opinn dauðaun. Þá þurfum vór ekki að láta skilninginn rausaka leyndardóm eudurlausnarinuar; hann er oss þá eins augljós og auðsær, eins og nokkur hlutur getur verið, af því að þá er það trúin, sem dæmir hann. Eu á slíkum stundum finuast oss kröfur kristindómsins heldur ekki þungar, vér sjáum, að Jesús hefir ávalt mætt oss sem frelsari, þótt oss fyndist stundum aunað;

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.