Verði ljós - 01.07.1898, Blaðsíða 6

Verði ljós - 01.07.1898, Blaðsíða 6
102 fyrir oss. t stjórn hans finnnm vér vizknna og nóðina, i umliyggjnnni kærleikauu. Með stjórn sinni vill hann engan neyða, en alla leiða til sinnar þjónustu, liann vill liafa frjálsa þjóna, er gjöri hans vilja af hjarta. En þó finnum vér svo vel til þess, að hann talar til vor eins og sá, sem vald hefir, og þá ekki einungis vald til að hjóða og heimta hlýðni, heldur einnig til að líkna og launa. Hvergi getum vér þvi ver- ið eins óhultir eius og undir valdi hans og vernd; til þess eru öll skil- yrði fyrir hendi: viljinn og mátturinn, kærleikurinn og trúfestin. Og ekki þurfum vér að óttast fyrir að umhyggja hans muui bregðast, því hann hefir lofað að vera með oss alla daga, alt til veraldarinnar enda. Og alla daga er oss jafn ómissandi að eiga hann að; á gleðidögunum til þess að kenna oss hógværð, á neyðardögunum til þess að kenna oss þolinmæði og þegar á æfidaginn líður til þess að búa oss undir dauðanu og eilífðina. — Lærum því að þekkja Krist einnig sem konung vorn, þekkja hann i anda og sannleika, þá mun hann þekkja oss og kannast við oss sem þegna sina, ekki einungis í náðarrikinu hér í heimi, heldur og í dýrðarrikinu himneska. „Yaxið í náð og þekkingu drottins vors og frelsara Jesú Krists“. Þegar postulinn áminnir oss þannig, þá liggur i þvi, að kristuum mönnum sæmir ekki að standa í stað, eða með öðrum orðum: að vér eigum sífelt að vaxa í náðinni og þekkingunni. Enda getum vér aldrei með sönnu sagt, að vér höfum náð fullkoinnun i þessu; því lengur sem vér erum undir náðinni, þess meira vöxum vér í henni, því lengur sem vér þekkjuin Jesúm Krist, þess meir styrkir lífsreynslan þekkingu vora á honum. — En til hverra talar þá postuliun sérstaklega þessum áminningar- og uppörvunarorðum ? Sórstaklega til vor, lcæru bræður og sainverkamenn, sem Jesús Kristur hefir öðrum frem- ur falið, að boða mönnunuin sína náð og auðga þá að sinni þekkingu. Það má segja, að alt starf vort sem Krists þjóna eigi að stefna að þvi, að kenna öðrum að þekkja einan sannan guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist, og stuðla til þess, að þeir megi verða hluttakandi i Jesú uáð. Vér ó.skum víst allir af hjarta, að þotta þýðingarmikla starf vort megi bera sem blessunairikasta ávexti, söfnuði Krists til uppbygg- ingar og haus heilaga nafni til lofs og dýrðar, en þá verðum vér fyrst og fremst að kappkosta að vaxa sjálfir í náð og þekkingu drottins vors og frelsara Jesú Krists. Því þá getum vér með krafti eigin sannfær- ingar kent söfnuðum vorum að þeklcja Jesúm sem frelsara, og vakið löngun eftir frelsi hans og friðþægingu; kent þeim að þekkja liann sem konung og leitt þá til lilýðni við hann. Þá munu einnig samfundir vorir verða til þess, að fylkja oss enn fastar um merki frelsarans og kon- ungsins, um krossinn Krists, og þó leiðir vorar kunni að skilja i ein-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.