Verði ljós - 01.03.1899, Qupperneq 3

Verði ljós - 01.03.1899, Qupperneq 3
35 klæddur eius og vér, lilýtur hanu að liafa icent ákafs sársauka í lífi sínu, og vissulega hafa lærisveiuar lians fundið sárt til, er þeir fóru út urn heim.inn og urðu hvervetna að sæta ofsóknum; hver fær t. a. m. talið allar þrautir Páls postula og öll hans tár, haun, sem útvalinn var til þess að liða fyrir Krists málefni. Þegar á þessa hlið málsins er litið, er það ekki að undra, þótt mönnum stundum standi ótti af því, að gefa sig út í baráttuna fyrir sannleikans málefni; mannlegt hjarta kveiukar sér við þjáningum og ofsóknum, og krossraunin er hörð f'yrir hold og blóð. Sumir kunna jafnvel að örvænta um sigurliins góða; þeim fiust hið illa og ósanna hafa svo mikið vald í heiminum, að það sé ómögu- legt, að sannleikurinn sigri nokkurn tíma. — En þó sjáum vér það af sögu mannkynsins og eigi sízt. af sögu kristilegrar lcirkju, að þessi sann- leiksbarátta helst ávalt við, og sannleikurinn sigrar smátt og smátt, þrátt fyrir allar ofsóknirnar og mótþróauu. Hver er þá orsökin fil þess, áð sannleikurinn ávalt á sér einhverja fylgismenn og hvað er það, sem veitir þeim sigur? Svarið finu ég bezt, er ég lít frelsara minn hangandi á krossinum, er ég lít ástvini hans undir krossiuum, og þegar ég ihuga þær afieiðingar er orðið hafa af krossdauða hans. Eg sé og sann- færist um, að guð, sem allur sannleiki er kominn frá, lætur sann- leikann vinna sigur fyrir afl kærleikans, og ég veit, að ekk- ert afl er eins máttmikið og þetta. Með frelsarann hangandi á krossin- um fyrir sálaraugum vorum, skulum vér því, kæru tilheyrendur, gjöra þessi orð að umtalsefni voru í dag: „Þótt liveivki sér hjartaÖ o;j hrossraun sé hörö, er kœrleikurinn sterkasta aflið á jörö“. I. „Þótt kveiuki sér hjartað og krossraun sé liörð, er kærleikurinn sterkasta aflið á jörð“. Sannleik þessara orða sjáum vér hezt, er vér lítum frelsara vorn hangandi á krossinum. Eg sagði áðan, að efalaust lilyti haun að hafa fundið til mikils* sársauka f lífi sínu, og því meir sem lianu nálgaðist krossinn, því meiri varð kvölin. Yér lieyrum hann segja við lærisveina sína í Getsemane, að sál sin sé brygg alt til dauða, þ. e. eius og hann þegar hlyti að deyja af harmi og kvöl; og þó vavð kvölin enn meiri, er hann var negldur á krossinn, og það eftir að hafa orðið he}u-nar- og sjónarvottur að því, að einn af hans eigin lærisveinum sveik hann og annar afneitaði honum hátíðlega. Hversu hræðilega kvalafullur dauð- dagi var ekki krossfestiugin. Líkaminn var reirður böndum og dreg- inn upp á krosstréð, síðan voru járnnaglar reknir gegn um liendur og fætur. Menn geri sér í hugarlund, hvilfkur sárleikur það hefir verið, að hanga þannig ef til vill heilan sólarhring, því að svo lengi gat lífið stundum treinst í hinum krossfestu, að því er rómverskir sagnarit.arar

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.