Verði ljós - 01.03.1899, Qupperneq 6

Verði ljós - 01.03.1899, Qupperneq 6
38 n. „Þótt kveinki sér hjartað og krossraun sé liörð, er kærleikurinn sterkasta aflið á jörð“. Að svo só, hljótum vér að kannast við, er vér lítum til ástvina Krists undir krossi hans. Þegar vér hugleiðum allar þær hörm- ungar, sem Jesús varð að þola síðustu daga lífs síns, fáum vér skilið, að þær hafi hlotið að valda vinuin hans og áhangendum mikillar sorgar og sárs hugarstriðs; og enginn efi finst mér geti á því leikið, að alt það, sem hann varð að líða, liafi riðið trú þeirra að fullu um lengri eða skemri tíma. Hann hafði sagt lærisveinum sinum það fyrir, að þeir mundu allir hneykslast á honum, þ. e. missa trúna á.hann, þegar hann gengi út í pinuna og dauðann. Þeir höfðu ávalt búist við því, að haun mundi stofna jarðneskt riki og það þrátt fyrir alla kenningu hans um, að lians riki væri ekki af þessum heimi. Og þegar liaun nú hékk á krossinum, var þá ekki þar með lokið allri von um slíkt jarðneskt ríkí'? jrargir af þeim, sem fyrir fám döguin höfðu hrópað: „Hósanna syni I)a- víðs!“ voru nú komnir yfir í fjandmannaflokkiun. En þó inunu margir hafa verið, sem sárir i skapi horfðu á þennan saklausa maun deyja. Þeir voru án efa margir, sein enn voru með viuarhug til Jesú; margir, sem hann hafði læknað frá þungum sjúkdómi, gátu aldrei gleymt, hon- um upp frá því; sumir mintust þess, hve vel og fagurlega hann oft hafði talað; á Golgata stóð að líkindum einhver af þeim föllnu og fyr- irlitnu, tollheimtumönnum og bersyndugum, sem fyrir Jesú orð aftur höfðu lært að bera virðingu fyrir sjálfum sér og betra hegðun sína. En allir þessir stóðu þögulir og fjarri krossinuin; þeir þorðu ekki að láta bera á því, að þeim þætti vænt uin Jesúm, svo mjög óttuðust þeir æðst.u prestana og hið rómverska vald. ■—- En guðspjöllin og hin upplesna lexía segja oss frá því, að hjá eða undir krossinum hafi móðir Jesú staðið og nokkrar konur aðrar. Það er bersýnilegt, að þessa er getið í guð- spjöllunum, af því að höfundar hinna lielgu rita hafa talið þetta liið mesta þrekvirki af þessum trygglyndu konuin og hinn mesta kærleiks- vott. Heyn/.lau lieflr sýnt, að konur finna stundum ósjálfrátt betur, livað satt er en karlmennirnir, þótt þeir, blindaðir af hatri því og óvild þeirri, sem flokkadrættinum fylgir, ímyndi sér að þeir liafi á réttu að standa. Föstudagurinn langi ber konunum og kveulegu eðli góðan vitn- isburð; kona Pílatusar reynir að tálma dauðadómi Krists; á leiðinni út að Golgata, þegar hinn þjáði maður með blúðugt höfuðið eftir mis- þyrmingar hermannanna ætlai' að hníga niður uudir krossi sínum, þá komast Jerúsalems dætur við og gráta yíir honnm. Og nú sjáum vér þessar konur, sem heyrt höfðu til hinum fámcnna lærisveinaflokki hans, standa undir krossinum, jafnvel þótt allir hans 12 liandgengu lærisvein- ar væru flúnir, neina Jóhaunes einn. Þetta er í mínum augum vottur þess, að þegar hið kærleiksrika, viðkvæma hugarfar kveueðlisins fær

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.