Verði ljós - 01.03.1899, Page 8
40
langt og hjartað hefir kveinkað sér, en kærleikurinn er nú einu sinni
sterkasta aflið á jörð. — Og um Jósef frá Arímaþíu segir hin lieilaga
lexía, að hann hafi ekki þorað að koma fram sem Jesú lærisveinn, þótt
han'n væri það, — en nú, þegar Jesús er dáinn, knýr kærleikurinn hann
til þess aðjáta sig sem lærisvein hans og þaðjafuvel frammi fyrirsjálf-
um Pilatusi. Krossraunin verður stundum til þess að reka óttann hurtu,
auka þrekið og skerpa kærleikann. Meðan Jesús lifði, hafði Jósef ekki
þorað að kaunast við hann; nú, þegar aðrir hrósa sigri yfir honum önd-
uðum á krossinum og kalla hanu svikara, þorir Jósef að segja: ég er
einn af lærisveinum hins látna og hið um að mega ofau taka líkama
hans af krossinuin. Þaunig verða alt af einhverjir til þess að elska
sannleikann og kannast við haun í lífi sínu, og þegar kærleikurinn er
orðinn sterkasta aflið í lífi Jóhannesar, Nikódemusar, Jósefs og kvenn-
anna frá Galíleu, þá sigrar sannleikurinn, þrátt fyrir allar ofsóknir og
mótþróa.
III.
„Þótt, kveinki sér hjartað og krossraun sé hörð,
er kærleikurinn sterkasta aflið á jörð“.
Að svo sé, sannfærist ég heiít um, er ég só hverjar afleiðing-
ar orðuar eru af krossdauða frelsara vors. Óvinum Jesú
hefir án efa fundist, að þeir hafi unnið mikinn sigur, þegar föstudagur-
inn langi var að kveldi kominn. Eða gátu þeir hugsað sér nokkur
hetri leikslok en þessi? Þessi Jesús frá Nazaret hafði þózt vera hinn
fyrirheitni Messías. En þeir höfðu ekki viljað trúa honum, enda sýndi
það sig nú, hvílíkan sanuleika liann hafði farið með. I stað þess að
stíga upj) á konungsstólinn, hafði hann eudað líf sitt á krosstré, —
hinn mesti smánardauði, sein þá þektist í veröldinni. Hugarburðar-
maður liafði hann verið, hugsuðu sumir; blátt áfram svikari, sögðu
aðrir. — Eigi var það af tómri mannvonzku, að þeir höfðu líflátið haun,
lieldur hafði vantrúin og um leið hatrið blindað augu þeirra. Þeir
héldu, að þeir gerðu það, sem rétt væri. En hvaðan kom vantrúin og
hvaðan kemur hún enn þanu dag í dag ? Aldrei verður krossgátan
ráðin, nema vér trúum á ósýnilegau heim; mannvonzkuverkin eiga dýpri
rætur en mannlegt auga fær séð. Yantrúin kemur frá myrkrauna ríki.
Jesús sagði við hina æðstu presta, þegar hann var handtekinn og Júdas
sveik liann: „Þessi er yðar tími og myrkranna veldi“ (Lúk. 22, 53).
Það er djöfullinn, sem notar syndir mannanna, ofsa þeirra og illar
hvatir, til þess að berjast gegn sannleikanum. Það, sem gorðist á
Golgata, var hin mikla barátta milli myrkursins og Ijóssins, lyginnar og
sannleikans, djöfulsins og guðs ; og eftir því, sem hin helga bók segir
oss, birtist Jesús fyrst í ríki hinna dauðu ; hann steig niður til Heljar
áður en hann reis ujjp frá dauðum. En óvinir Krists hafa ekkert hug-