Verði ljós - 01.03.1899, Page 11
43
Smápistlar um alvarlcg cfni.
m.
Innblástur heilagrar ritningar.
I síðasta pistli mínum hét ég yðnr því, háttvirti vinur! að gera
innblástur ritningarinnar að uintalsefui í næsta pistli minum. Þetta vil
ég nú leitast við að efna. Eg tók það fram, að þér beiulínis aittuð
heimtingu á, að ég gerði grein fyrir skoðuu minni á þessu efni eftir
að hafa skrifað eins og ég skrifaði um þversagnirnar í ritningunni, þar
sem einmitt þetta gæti virzt koma í bága við hina göinlu kirkjulegu
kenningu um guðlegan innblástur heilagrar ritningar. Eða var það
ekki einmitt trú yðar á inublástur ritningarinuar, er gerði yður það
hvað eríiðast að kannast við, að þversagnir og missögli ætti sér þar
stað ? Eg geng að því vísu. En þetta tvent, sem hér er um að ræða,
ríður því að eius í bága hvort við annað, að iunblásturinn uái jafnt til
alls þess, er skrifað stendur í ritningunni, eða að alt það, sem í ritn-
ingunni stendur skrifað, sé beiulínis verk guðs anda. En þessu neitaði
ég í síðasta pistli minum, er ég hélt því fram, að ritningin væri ekki
guðs orð eingöngu, heldur hefði hún inni að lialda guðs orð, auk ann-
ars, sem ekki væri guðs orð. Og sé nú þetta rótt — sem ég voua að
hver maður fljútt geti sannfærst um, ef hann vill hafa fyrir því að
lesa ritninguna vandlega, — þá hverfur allur ósamrímanleiki þessa tvens,
að ritningin annars vegar inuihaldi þversagnir og sé hins vegar inn-
blásin af guði; því þessar staðhafnir snerta sitt svæðið hvor: þversagn-
anua verður einungis vart á svæði þess, er liggur iyrir utan hinn sálu-
lijálplega sannleika, en innblásturinn snertir að eins hin sáluhjálplegu
sanuindi; eða með öðrum orðum : þar sem þversagnir eiga sér stað,
getur ekki verið um innblástur að ræða, og þar sem inublástur á sér
stað, getur ekki verið um þversagnir að ræða.
Þér sjáið á þessu, að ég set inublæstri ritningarinnar takmörk,
einskorða hann við hinn sáluhjálplega sannleika í ritningunni eða alt
það, sem þar er sagt um náðar-ráðstafanir guðs mönnunum til hjálp-
ræðis. Þetta er höfuðatriðið í ritningunni, það, sem hefir eilift gildi,
og af því að þetta er einmitt það, sem „auga ekki sá og eyra ekki
heyrði og ekki hefir uppkomið í hjarta uokkurs manns“ (1. Kor. 2, 9), hlutu
hiuir heilögu ritliöfundar að fá það „að ofan“, fyrir guðlegan innblástur.
Tryði óg ekki á guðlegan innblástur, gæti ég ekki heldur fundið hjarta
minu frið og hvíld í orði því, sem um þetta er skrifað. Af því að óg
trúi þvi, að guð sjálfur tali til mín í ritningunni, í öllu þvi sem hinir
helgu höfundar hafa skrifað viðvikjandi 'hinum sáluhjálplega saunleika,
Iilýt óg einnig að trúa á innblásturinn. Þetta tvent er beinlinis skil-
yrði hvort fyrir öðru. En af því að tilgangur ritningarinnar er ekki