Verði ljós - 01.03.1899, Síða 12
44
sá, að vera kenslubók í náttúrusögu eða sagnfræði eða landfræði, finn
ég alls enga ástæðu til að eigna því guðlegan innblástur, sem um þau
efni er skrifað af höfundurn ritningarinnar. Og vilji nú eiuhver segja:
£>að er einkennilegur guðs anda innblástur, sem ekki nær til gjörvalls
vitundarlífs höfundanna, heldur að eins til eins ákveðins svæðis!— þá vil
ég benda þeim hinum sömu á staðreynd, sem enginn mun geta vefengt.
Þegar maðurinn fyrir álirif guðs anda verður trúaður kristinn maður,
auðgast vitundarlíf haus óneitanlega mjög að ýmsu því, er snertir náðar-
ráðstafanir guðs mönnunum til sáluhjálpar, og honum vex skilningur á
fjölda atriða, sem houum voru áður öldungis óskiljanleg;-— en dettur nokkr-
um manni í hug að ætlast til þess, að þessi sami maður verði fyrir
það betur að sér í náttúrufræði eða sagnfræði eða landfræði o. s. frv.,
eða að þekking haus á því, er eingöngu snertir þennan heim, sem vér
lifum í, aukist og fullkomuist við það, að hann verður trúaður kristinn
maður? TÞvi mun enginn vilja halda fram. En alveg eins er því varið
að því er snertir hina helgu höfunda; þótt heilagur andi opni augu
þeirra fyrir hinum sáluhjálplega sannleika og auki skilniug þeirra á
frelsisráðstöfunum guðs, svo að vér getum öruggir treyst því, er þeir
skrifa um þessi efni, sem óskeikulu í alla staði, þá hefir þetta alls engiu
áhrif á öunur svæði vitundarinnar; þeim getur eins fyrir það skjátlast
í ýmsu, er snertir þessaheimsleg efni, náttúrufræðileg, sagnfræðileg, land-
fræðileg efni o. s. frv., því hér hafa þeir ekki notið leiðbeiningar guðs
heilaga anda, þar eð alt þetta, svo dýrmætt sem það getur verið fyrir
oss hór í lífinu, hefir þó, þegar alls er gætt, enga þýðingu fyrir vora
eilífu velferð.
Hvað ritninguna sjálfa snertir, þá gefur hún oss ótvíræðar bend-
ingar um áhrif guðs anda, um guðlegan iunblástur við sanmingu liinna
helgu rita. Yór lesum þráfaldlega í ritum spámannanna, að „orð drott-
ins hafi komið“ til spámannsins, sem hór er auðvitað sama sein, að
guðs andi blés honum i brjóst hinum guðlega boðskap, sein hann átti að
íiytja mönnunum. Og i nýja testamentinu finnuin vér postullegan
vitnisburð uin þetta hið sama, þar sem Pétur í síðara bréfi sínu kemst
svo að orði: „Aldrei hefir nokkur spádómur framfluttur verið eftir manns-
ins vild, heldur töluðu hinir helgu guðs menn til knúðir af heilögum
anda“ (2. Pét. 1,21). í þessum orðum táknar orðið „spádómur11 fram-
burð guðdómlegs boðskapar — og um haun segir postulinn, að hann
liafi aldrei verið framfluttur nema fyrir áhrif heilags anda. Þar á móti
segir Pétur hér alls ekkert um annað, sem þessir helgu guðs meun
kunna að hafa sagt eða skrifað um þau efni, er ekki snerta hið hjálp-
ræðislega. Að alt, sem hinir helgu höfundar liafi sagt eða skrifað, sé
sagt eða skrifað fýrir áhrif guðs anda, stendur hér hvergi — já, stend-
ur yfir höfuð að tala hvergi í heilagri ritningu. Mér er ekki ókunnugt
um, að oft hefir verið vitnað til orða Páls í 2. Tiin. 3, 10 því til stuðn-