Verði ljós - 01.03.1899, Blaðsíða 14

Verði ljós - 01.03.1899, Blaðsíða 14
46 það gleymdist skjótt, að ófullkomuir menn höfðu átt sinu þátt í samn- ingu þessara helgu rita. Menn kendu ekki að eius, að þau væru með- fram tilorðin fyrir áhrif guðs anda, heldur að þau væru beinlínis til vor komiufráguði, sem meun hugsuðu sér ýmist skrifandi eða fyrirlesaudi orð sitt og boðorð i „hinu himneska samkunduhúsi11; já, meira að segja kendu menn, að lestur ritniugariunar (gamla testamentisius) væri kær- asta iðja drottius sjálfs í helgidómi himnanna, og að diottiun sérstak- lega brúkaði tvær stuudir á hverjum hvíldardegi til þess að grandskoða hið fullkomna lögmál sitt. Um samverknað milli guðs og maunsius við samningu ritanna gat ekki verið að ræða, eftir skoðun þeirra, með því að guð væri svo óendaulega hátt yíir mennina hafinu. Þegar guð því brúkaði mannleg verkfæri við samningu hinua helgu rita, gat ekki verið um neitt sjálfstæði að ræða af maunsins hálfu, svo að hann gæti eða mætti nokkru sinni taka af sínu eigin og skrásetja það, heldur átti liann eingöngu að liafa verið eins og dauð ritvél, er að eins færði það í letur, sem sá vildi, er stjórnaði lieuui. B.itningin öll var þannig eftir skoðun Gyðinganua eiu stór jartegn, tilorðin á undursamlegan og yfir- skynjanlegau hátt. Og þessi innblásturskenuing snerti ekki að eins til- orðningu ritauna á frummálinu, heldur jafnvel hina fornu grísku útlegg- ingu þeirra (,,sjötíuinanna-þýðinguua“), sem þeir sögðu, að sjötíu menn heíðu starfað að hver út af fyrir sig, en þaunig, að allir hefðu að verk- inu enduðu getað lagt fram nákvæmlega samhljóðandi útleggingar. Þessi gyðiuglega innblásturskenniug rís að nokkru leyti upp aftur hjá 17. aldar guðfræðingum lútersku kirkjunnar. Sjálfum siðbótarhöf- undunum var það fyllilega ljóst, að ritningin væri guðmannlegs upp- ruua, þ. e. væri írainleiðsli samverknaðar guðs anda og mannlegs auda, og könnuðust því fúslega við (eins og t. a. m. Lúter), að ekki væri alt efni ritningarinnar jafn-fullkomið til lærdóms og uppbyggingar, heldur yrði þar vart missmíða maunshandarinnar í ýmsum smávægilegum at.rið- um. En lærisveinar Lúters urðu hjer ihaldssamari en liaun sjálfur, því þegar frá leið tóku menn að halda því fram, að ritningiu væri fram- leiðsli guðlegs einverknaðar, hinir mannlegu höfundar hefðu fekki verið neitt annað en hraðritarar heilags anda, blátt áfram ritvélar, er skrá- settu það eitt, er andinn bauð þeim að skrásetja, eða með öðrum orð- um: þeir kendu, að gjörvalt innihald ritningarinnar (bæði hins gamla °g nýja testainentis) væri á þann hátt opinberað hinum heilögu höf- undum, að guðs andi hið inra með þeim liefði beiulínis lesið þeim það fyrir, bæði að því er snertir efnið sjálft og allan búuing efnisins. Guðs andi varð þannig eigiulega höfundur ritanna, og af því hlaut eðlilega að leiða jafngildi allra ritauna i öllum atriðum, og sem nærri má geta, gat þá hvorki verið um þversaguir né missögli nó aðrar mannlegar missmíðar að ræða. Ritningin varð eftir jiví jafuóskeikul í þeim efn- um, er snertu ráðstafanir guðs mönnunum til sáluhjálpar, sem í efnum,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.