Verði ljós - 01.04.1899, Blaðsíða 7

Verði ljós - 01.04.1899, Blaðsíða 7
55 Nú fyrst ég þekki minn lausnarann ljúfa, loksins ég fengið hef hjargtrausta von. Sýndi mór andans hin sannhelga dúfa saklausa lamhið, guðs ástfólgua son. Vona’ eg að framar mig falsmál ei hlekki fyrst ég minu einasta lausnara þeklci. V. Br. imápisilar um alvarlcg ofni. m. Innblástur heilagrar ritningar. (Niðurl.) En beri nokkuð á sér fingraför mannlegrar skammsýni og ófull- komleika, þá er það önnur eins kenning og þessi. Og aðalókostur hennar er sá, að ritningin sjálf, eins og húq liggur fyrir oss, mótmælir heuni gjörsamlega. í stað þess að ganga út frá ritningunni eins og hún er og haga innblásturs-kenningu siuni eftir því, í stað þess mynda göndu trúfræðingarnir sér fyrst ákveðtia skoðun á því, hvernig ein heilög ritning eigi að líta út (án þess að gefa gaum að, hvort sú skoðun komi heini við ritninguna, eins og liúu er í raun og veru) og eftir því haga þeir svo innblásturs-kenniugu sinni. Og hver varð svo afieiðingin'? Afleiðingin varð sú, að guðfræðiugaruir urðu oft og eiuatt að grípa til ýmsra óyndisúrræða við skýringu ritningarinnar, til þess ekki að koma í hága við þessa kenningu sina, er ekki vildi koma heim við ritninguna eins og hún er í raun og veru. Þversagnir og mis- sögli mátti eldci eiga sér stað, söguleg ónákvæmni ekki heldur, náttúru- fræðilegur eða stjörnufræðilegar misskilningur því síður. Þegar því t. a. m. einn guðspjallamaðurinn (Lúkas) segir svo frá, að Jesús liafi lækuað einn blindau maun, er liaun kom til Jeríkó, aunar guðspjalla- maðurinn (Matteus) Jtar á móti segir, að Jesús hafi læknað tvo hlinda menn, er haun geklc út úr Jerikó og þriðji guðspjallamaðurinn (Markús) segir, að Jesús hafi læknað einn hlindan mann, er liann gekk út úr Jerí- kó, Jiá mátti óinögulega kannast við, að hér ætti sér stað ósamkvæmni í frásögninni, heldur var Jjví haldið fram, að Jesús hafi lækuað alls fjóra blinda inenu hjá Jeríkó! Eða þar sem skýrt er frá freistiugu Jesú og einn guðspjallainaðurinn (Lúkas) segir svo frá, að freistariun liafi leitt Jesúm upp á fjallið áður en liann leiddi hann upp á must- erisbustiua, en aunar (Matteus), að freistarinn liafi leitt haun fyrst upp á musterishustiua og síðan upp á fjallið, - Jiá mátti ekki lieldur hér kannast við ósainhljóðan, heldur var það útskýrt á þá leið, að freistarinn hafi tvívegis reynt síðari freistingarnar, en ekki í sömu röð, eða in. ö, o. gjört alls fimm tilraunir til að freista Jesú.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.