Verði ljós - 01.04.1899, Page 11
59
öllu því, er lijarta mannsins þarínast upplýsingar um, til þess að geta
lifað guði velþóknanlega og dáið sáluhjálplega. Eu það er hjarta trú-
aðs manns, sem veitir honum þessa vissu viðvikjandi guðdómlegu al-
gildi ritningarinnar. Eyrir vitnishurð lieilags anda í hjarta minu sann-
færist ég um, að óhætt sé að treysta ritningunni í þeim efuum, sem
varða mina eilífu sáluhjálp. Þegar ég í barnslegri einfeldni gef mig
guðs orði á vald, eins og þáð hljómar til mín frá ritningunni, berginál-
ar það í hjarta minu og ég verð að segja: þetta er• sannleikur! Þegar
það talar um syndina, uppruna hennar og eðli og ófarsæld þá, er hún
lietir í för með sér, hljómar frá djúpi hjarta míns: þetta er sannleikur!
Þegar það útmálar fyrir mér hiuar heilögu kröfur hins heilaga guðs til
manuanua, bendir mór á kærleikann sem mannsius æðstu liugsjón, hljóm-
ar aftur frá djúpi sálar minnar: þetta er sannleikur! Og þegar það
svo vitnar fyrir mér um Jesúm Krist og sýnir mér dýrð lians fulla náð-
ar og sannleika og leiðir mér fyrir lmgskotssjónir frelsarann, sem ræð-
ur yfir og getur veitt mér alt það, sem hjarta mitt þráir heitast, þá
hljómar aftur frá instu fylgsnum hjarta míns: þetta er santileikur, liann
er sauuleikurinn! Þannig er vitnisburður heilags anda í hjarta míuu —
og þetta eitt nægir mér; með þennan vitnisburð audans í hjarta minu
getur ekkert haggað sannfæringu minni um guðdómlegt algildi ritning-
arinnar í þeim efnum, er snerta hinar eilífu ráðslafanir guðs syndugum
mönnum til sáluhjálpar. Eg finn ])að og ég trúi því, að ég byggi hér
á hellubjargi, sem hlið heljar muuu aldrei vinna sigur á.
Innblástur ritningarinnar er einn af leyndardómum kristinnar trú-
ar, og þess vegna trúaratriði. Vér fáum aldrei til fulls skilið eðli þessa
leyndardóms, hvernig þessum samverknaði guðs anda og mannsins
anda er varið, en vér trúum því, að slíkur samverknaður eigi sér stað.
Þessi trú vor steudur í náhu sambandi við trúua á guðs opinberuu i
Jesú Kristi, þó ekki þannig, að trúin á innblástur ritningarinnar sé
undanfari trúarinnar á Jesúm Krist, heldur þannig, að trúin á Jesúm
Krist er uudanfari trúarinnar á innhlástur ritningarinnar. Þegar hjarta
mannsins liefir tileinkað sér hjálpræðisopinberun guðs í syninum Jesú
Kristi, þá lilýtur hann líka að trúa á innblástur ritningarinnar, trúa því,
að hinir heilögu guðs menn hafi t.alað kuúðir af heilögum auda, því að
hann skynjar, að hinar eilífu ráðstafanir guðs mönnunum til sáluhjálpar
eru öllu öðru fremur það, sem „auga ekki sá og eyra ekki heyrði, og
ekki hefir upp komið i hjarta nokkurs manns11.
J. H.