Verði ljós - 01.04.1899, Blaðsíða 14

Verði ljós - 01.04.1899, Blaðsíða 14
62 og nytsömu verki, er það hefir unnið hér í höíuðstaðnum síðan það var stofuað. Arsrit félagsins er og í góðum tilgangi útgefið, að því er virðist aðallega til þess, að vekja áhuga manna á kvenfrelsis-, bindindis- og öðrum málum í þjónustu mannúðar og mannkærleika. En ekki þykir oss efni þessa 4. heftis eins vandað og vel með það farið og vér liefð- um óskað. Þar er t. a. m. æfisaga hinnar góðfrægu amerísku merkis- konu Lucy Stone’s, en sú saga virðist oss fremur illa sögð, og eius og kastað til liennar höndunum. Þar er og grein um „stærsta kveufélag heimsins11, að mörgu leyti fróðleg og hefði getað verið hin skemtilegasta, ef ekki Jiefðu verið á henni ýmsir blettir, er ekki liefðu þurft þar að vera, helzt til mikið af glamuryrðum, og þeim oft og eiuatt næstum því óskiljanlegum. A bls. 37 er t. a. m. talað um konur, sein Frances Willard hafi „fóstrað í stórum hugsjónum sanukristilegs móðernis“! Á sömu bls. er meðal anuars komist svo að orði: „Móðurástin, yfirskygð af guðs kærleika og upplýst af þekkiugunni á lögum náttúrunnar, sem eru uppfylliug haus réttlætis og heilagleika, átti á mannlegan hátt að endurfæða mannkynið til fullkomins lífs i heilagleika og gleði, eins full- komins eins og lífið getur orðið meðau það er takmarkað af endanleg- leikanum11! Á bls. 39 er svo hljóðandi lýsiug á kristilegu móðerni: „Kristilegt móðerni byrjar þegar sálin skilur, að barnið er dýrðleg opin- berun guðs almættis, sem hann felur foreldruuum til fósturs, að það megi fylla herskarana, sein lofa hans miskunn og tilbiðja hans rétt- læti, þegar hún skilur að hverskyns líkamleg og andleg fegurð eru lífsinögulegleikar komandi kynslóðar, er sólskyn og ylur og dögg fyrir lífsfræin, sem sofa þangað til guð kallar þau til lífsins, þegar liún skil- ur, að alt á að vera skíuandi bjart og fagurt, lireint eins og mjöllin, þegar hún fellur á jörðina til þess að vera verðugur bústaður ástarinu- ar á maka og barni, sem guð gjörði að hyrningarsteini heimilisins og þjóðlífsius, sem guð gjörði að verndareugli fegurðarinnar“! Það kaun að þykja hótfyndni, en ekki getum vér að því gert, að oss virðist slík- ur samsetningur og þessi óheppilegur mjög, og hefðum vér sizt búist við að sjá slíkt úr penna jafn ' skýrs og gáfaðs höfuudar. Eitt atriði höíúm vér rekið oss á í þessari sömu grein, sem vér hljót- um að inótmæla sem algjörlega röngu. Á bls. 41. segir höf.: „Menn geta verið bindindismenn án þess að vera kristnir, en hafi maður ihugað þýðingu bindindismálsius, sóu manni ljósar orsakir þess og takmark, þ á getur maður eklci verið kristinn, -vilji maður ekki vera bind- indismaður11. Það geta engiu lög bannað heitum og áhugamiklum bindindismönnum að hugsa á þessa leið, en varlega skulu þeir halda slíkuin öfguin fram opinberlega, hvort heldur er í ræðu eða riti, og það af tveiinur ástæðum. Eyrst og fremst er það að eins til þess að vinna tjón málefni því, sem barist er fyrir og vekja óvild margra góðra mauna

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.