Verði ljós - 01.06.1899, Qupperneq 2

Verði ljós - 01.06.1899, Qupperneq 2
82 tveimur siðustu pistlum minum, já, yður þykir það „sérstaklega ísjárvert og jafnvel óviturlegt, að hreyfa við sliku á vorum dögum, þar sem svo mikið los sé komið á trúarskoðanir manna og þeir að verða æ fleiri og fLeiri, sem með fyrirlitningarsvip snúa bakinu við hinni helgu hók“. Eg virði þessar skoðanir yðar, og það því fremur sem éghefisjálf- ur einhvern tima haft nákvæmlega sömu skoðanirnar. Eg sá ótal tor- merki á því að hreyfa við þessum gömlu skoðunum á eðli og uppruna ritningarinnar og gerast opinberlega talsmaður hinna nýrri, euda þótt ég væri orðinn fyllilega sannfærður um, að þær væru samkvæmari sjálfri ritningunni og því vafalaust réttari. Eg var hræddur um, að svo gæti farið, að ég hneykslaði með því einhverja smælingja og fengi óþökk fyrir, já, ég þóttist geta átt það á liættu, að ég gerði sjálfan inig „grunsaman“ í augum einhverra,' sem ekki bæru nægilegt skyn á slíka hluti. Þess vegua hefi ég ekki fyrir löngu hreyft við þessu máli í mánaðarriti þessu og huggaði mig þá við gamla orðtakið: „oft má satt kyrt liggja“. En því lengur sem leið, þess saunfærðari varð ég um, að þetta orðtak ætti ekki heima hér; ég sannfærðist smátt og smátt um, að hér gæti þögnin beinlínis orðið skaðleg, því að liér væri um rangar skoðauir að ræða, sem hefðu það eitt til síus ágætis, að þær væru „gamlar og rótgrónar11, skoðanir, sem allsekki gerðu þá menn, er aðhyltust þær, betur kristna eða betur trúaða, eu gætu aftur á inóti orðið til þess að fæla góða og vandaða menn burt frá kirkjunni og burt frá hinni kristilegu lífsskoðuu. Þess vegna hefi ég nú rofið þögn- ina og ég get elcki iðrast þess. Yður þykir það ísjárvert og jafnvel óviturlegt, að hreyfa við slíku á vorum dögum, þar sem komið sé svo mikið los á trúarskoðauir manna. Eg fæ ekki leugur séð, að þessi mótbára hafi nokkurt gildi. Væri trúin á bókstaflegan innblástur heilagrar ritningar talin sáluhjálpar-skilyrði, væri alt öðru máli að gegna. En því fer fjarri. Kirkjan hefir aldrei látið sér til liugar koma að kenua slíkt, og séu trúarskoðanir manna svo veikar fyrir, að þær komist á ringulreið, ef kipt er burtu þessari „gömlu og rótgrónu" kenningu, þá virðist ekki ástæða til að halda í þær, heldur virðist rétt að lofa þeim að falla í valinn, því að þær verða hvort eð er aldrei ávaxtarsamar í lífiuu. En annars liggur mór við að álíta, að kirkjan sjálf verði að bera nokkra ábyrgð á því, að þetta los er komið á trúarskoðanir manna, þvi að með því að halda hlífisskildi yfir slíkuin „gömlum og rótgrónum“ skoðunum, í stað þess að hrekja þær og mótmæla þeim, hefir hún gert mörgum góðum manui örðugt að aðhyllast liina kristilegu lífsskoðun. Og eitt er víst, að það los, sem komið er á trúarskoðauir manna á vorum dögum, verður aldrei læknað með því að rígbinda menn við kenningar, sem meðvitund kristius manus nú á dögum, sem ritninguna les, hlýtur nær því að sjálfsögðu að mótmæla. En jaluvel þótt svo væri, að liin gamla innblásturs-

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.