Verði ljós - 01.06.1899, Blaðsíða 7

Verði ljós - 01.06.1899, Blaðsíða 7
87 grundvöllur kristindómsins og var það alls ekki í upphafi. Því að eins og það er ekki ritningiu sem i;i)pliaflega liefir framleitt guðstrúna í lieim- inum, þannig er það ekki lieldur nýja testamentið sérstaklega, sem fram- leitt hefir kristmdóminn. Hlutfallið er miklu fremur hið gagnstæða: Eins og það er guðstrúin, sem upphafiega framleiddi ritniuguna yfirhöfuð, þannig er það kristindómurinn, sem framleitt liefir nýja testainentið sór- staklega. Guðstrúin var til í heiminum löngu áður en fyrsti bókstafur gamla testamentisins var letraður og eius var kristindómur og kirkja til í heimiuum að miustakosti hálfum maunsaldri áður en elzta rit nýjatesta- mentisius var samið. En hver verður þá þýðing rituingáriunar? Hún verður aðallega sú, að vera vitnisburður um guðssamband mannsins á tímum liins gamla og nýja sáttmála. Gamla testamentið sýnir oss hversu guðssamband mannsins smámsaman vex og þroskast á undirhúningsskeiðinu, nýja testa- mentið þar á móti sýnir oss hversu þetta sama guðssamband nær sinni fullkomuu mynd í og fyrir frelsaranu Jesúm Krist i hiuum uýja sátt- mála, og verður fyrir það regla og mælisnúra trúar og líferuis í kristi- legri kirkju á öllum öldum, á euu þá fullkomuari hátt eu gamla testa- mentið. Vér getum þess vegna ekki set.t tilveru kristindómsins í heimiuum í samband við ritninguna á þann hátt, að kristindómurinn í öllu tilliti staudi og falli með ritniugunni, eins og liann ætti tilveru sína heuni einni að þakka. Eg vil rniklu heldur segja, að ritningin standi og falli með kristindómnum, því að kristindömurinn fær ekki algildi sitt upphaf- lega frá rituingunni, heldur ritniugin frá kristindómnum. Setjum svo, að heilög ritning hyrfi eða glataðist með öllu, — óg get ekki álitið, að kristindómurinn liyrfi við það eða glataðist. Eða þótt vér hugsuðum oss, að gamla testamentið hefði alt fram á þennan dag verið inuilokað í sam- kunduhúsum Gyðingauna og að af nýja testamentiuu hefði aldrei verið skrifaður einn bókstafur, muudi það hafa orðið til þess, að kristindóm- urinn hefði „andast í fæðiugunui11? Nei, ég get með engu móti álitið það, svo sannarlega sem ég trúi á beilagau auda. Því að ég lít svo á — og ég held, að sú skoðuu verði ekki með rökum hrakin — að til- vera kristindómsins i heiminum só frá upphafi vega sinua fyrst og fremst að þakka þeim guðs heilaga anda, sem síðan hinn mikla hvítasunnu- dag, stofnunardag kirkjunuar, hefir verið starfandi í kirkjunni og varð- veitt oss í samfólaginu við hiun lifandi persónuleika við föðursius hægri hönd á himnum, drottin vorn Jesiun Ivrist, sem á öllum tímum auglýsir sig fyrir auda sinn í hjörtum liinua trúuðu sem frelsaraun frá synd og dauða og hina algildu fyrirmyud til eftirbreytni. Þess vegna álít ég réttara að segja, að rituingin standi og falli með kristiudómnum, eu að segja, að kristindómurinn standi og falli moð ritningunni. „Taki guð anda sinn frá oss, þá deyjum vér“ — taki drottinn auda sinn frá kirkju sinni, þá deyr líka kristindómurinn út og með honum eru dagar heilagr-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.