Verði ljós - 01.06.1899, Síða 10
90
heppilegra, að eiustaklingarnir i söfmiðunum fengju allar upplýsingar
um þessar skoðanabreytingar í kirkju vorri framsettar af þeim mönnum,
sem vilja brúka þær eingöngu til þess að koma losi á trúarskoðanir
almennings og ef til vill breiða þær út i einhverjum öfgamyndum,
eius og þegar hefir brytt á hór í sumum blöðum vorum? Nei,
vissulega ekki; það væri syud af kirkjunnar mönnum, ef þeir lótu slíkt
verða.
Og loks er það af þeirri ástæðu nauðsynlegt, að einstaklingarnir i
söfnuðuuum fái róttau skilning á eðli og uppruna rituingarinnar, að þeir
læra aldrei, meðan ok bókstafainnblásturs-kenningariunar hvílir á herðuin
þeirra, að gera mun á verulegu og óverulegu, því sem hefir eilift gildi
og því sem aðeins hefir liaft gildi um stundarsakir, ]>ví sem heyrir til
undirbúnitigsskeiðinu og fullkomnunarskeiðinu í sögu guðsríkis. En
rneðan almenningur er ekki lengra kominn en það, að hanu getur ekki
gjört mun á þessu, eu álítur alt, sem í ritniugunni steudur, jafnheilagt
og fullkomið, jafnnauðsynlegt og ófrávikjanlegt, hvort sem það stendur
í gamla eða nýja testamentinu, hvort sem það er Móses eða Kristur
sem talar, Esterar bók eða Róinverjabréfið, þá stendur hanu algerlega
varnarlaus gagnvart ringltrúarpostulunum (Mormónum, Aðventistum og
öðrum þess háttar lýð), sem einmitt eiga styrkleika sinn í ]>ví, að gjöra
verulegu og óverulegu jafnhátt undir höfði og sjá ekki ueinn mismun á
því, sem hefir aðeins gildi til bráðabirgðar, og því, sem hefir ævarandi
gildi, sjá engan mun á þvi, sem heyrir til undirbúuingsskeiðinu og því
sem til heyrir fyllingu tímans, af því þeir eru rígbundnir í hlekkjum
bókstafa-innblástursins og blanda saman rituingu og opinberuu.
Þess vegua á allur almenningur heimtingu á því, að kirkjunnar
menn haldi engum slíkum nýmælum leyndum, sem geta haft blessunar-
rík áhrif á trúarlíf manna og aukið þeim trúarlegan þroska, svo að þeir
ekki þurfi að standa sem blaktandi strá frammi fyrir hverjum kenningar-
þyt, sem móti þeim blæs, hvort heldur er frá herbúðum vantrúarmann-
anna eða ringltrúarmauna, hverju nafni sem nefnast. —•
Eg hefi nú, háttvirti vinur! reynt að gjöra yður grein fyrir því,
hvers vegna ég hefi álitið það skyldu mina að rjúfa þögnina og kveða
upp úr með hinar nýju skoðauir á uppruna og eðli ritningarinnar, sem
vitaulega eru búnar að lifa mannsaldurinn og meira en það úti i löud-
um, þótt, þær naumast hafi látið til sín lieyra fyr en þetta hér úti á ís-
landi. Vegna ritningarinnar sjálfrar, vegna kristindómsins og vegna ein-
staklinganna i hiuum kristna söfnuði, hefi óg af framangreindum ást'æð-
um tekið til máls. Dæmi þeir það óviturlega gjört, sem það vilja, —
ég verð að reyiia að gera mér það að góðu. En þagað get ég ekki.
En það, sem oss umfrain alt ber að hafa liugfast, í þessu sambandi
og sem ég nú að sfðustu vil endurtaka og undirstrika er ]>etta, að
kristindómurinn getur aldrei hággast við það, að sann-