Verði ljós - 01.06.1899, Qupperneq 11

Verði ljós - 01.06.1899, Qupperneq 11
91 leikanum er skýlaust haldið fram í hverju sem er. Krist.in- dómurinn hefir of góða sögulega samvizku til þess, að haun geti verið ljósfælinn eða hræddur við nokkurn sannleika, sem er það í rauu og veru. En vér erum ljósfælnir, vér erum hræddir við sannleikann, þegar vér viljum halda honum leyndum, — en livað veldur þeirri hræðslu? Mundi ekki orsök hennar, þegar vel er að gáð, reynast að vera van- traust á kristindómnum, vantraust á sjálfuin hinum algjöra sannleika? — En vautraust á kristindómnum — hvað er það aunað en vautraust á Jesú Kristi, hinum óhagganlega grundvelli kristindómsins, honum, sem sagðist sjálfur mundi verða með söfnuði sinum til enda veraldar og lifir og ríkir að eilífu? Eigum vér þá að þegja? Nei, vór viljum tala, treystandi sigurkrafti sannleikans, — vér vilj- um tala, treystandi því, að hann, sem er sjálfur saunleikurinn að eilifu, láti sannleikann ná festu í hjörtunum og verða honum sjálfum til dýrðar. ,,'Mér er það fyrir minstu þótt ég dæmist, af mannlegum dómi“ — ég vil það heldur en hitt, að ég verði staðinn að því að „vilja verja guð með ranglæti, — haus vegna að viðhafa slægsmuni“. ÍL gtutt athugasemd. Mel, 1. mai 1899. Kæri séra Jón Helgason! Eg get ekki annað en talið það skritið, að óg skuli fara að hnjóða i yður lit af einni þeirri greininni eftir yður í „Verði ljós!“, sem óg er yður hvað þakklátastur fyrir, en það er greinin um „innblástur heilagr- ar ritningar“ í inarts-tölublaðinu; en það er bót í máli fyrir yður, að það er ekki nema að eius eitt atriði, sem ég tel ekki rótt með farið hjá yður og það atriði snertir auk þess ekki aðalmerg málsins. Það sem óg tel ekki rétt hermt lijá yður, er það sem stendur efst á 45. blaðsíð- unni um islenzku þýðinguna á orðunum i 2. Tim. 3,16-(„öll ritning er iuublásin af guði“). E»ór segið: „En á þessum orðum er varlega byggj- audi, með því að útlegging þeirra er röng, þótthún sé gömul og komi víðar fyrir en í íslenzkum biblíuþýðingum11. Eius og orðin liggja í grein yðar tel ég víst, að allir muni taka þau svo, að vor íslenzka biblíuþýðing hafi í þessum stað ávalt verið röng, og því að eins kallið þór villu þá „gamla“. En hér er þeim rangt til gert frændunum Guð- brandi biskupi og Þorláki biskupi Skúlasyni: Þeir liafa báðir í sinum biblíum: „Því að öll ritning af guði inngefin11; i Steins-biblíu er ranga þýðingin komin iun, en í Waisenhúss-biblíunni (1747) er villunui aftur bygt út, sem vonlegt er, þar sem liún nákvændega fylgir texta Þorláks-biblíu. Itanga þýðingin má þannig ekki lieita gömul í vorri

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.