Verði ljós - 01.04.1901, Síða 4

Verði ljós - 01.04.1901, Síða 4
52 þrótfc og hamingju. Og ekki tekur betra við, ef ekki er til neinn per- sónulegur guð, eða einungis þessi draumaguð algyðistrúarinnar. Ég fæ ekki betur séð, en að takmark lifsins hlyti að verða það, að gjöra sem allra fyrst enda á þvi, því að það vantar þá það, sem veitt getur til- verunni gildi. Ég er ekki í neinum vafa um, að þeir menn eru til, sem ímynda sér, að þeir geti þannig lifað hamingjusömu lífi. Sérstak- lega mun þá vera að finna meðal æskulýðsins, sem með eldmóði fleygir sér yfir sórhvert það viðfangsefni, er fyrir honum verður, og tileinkar sér með hjartans ánægju sigurvinningar mannkynsins, en svo fer um síðir fyrir allflestum sannkærum mönnum, að vonbrigðin koma fyr eða síðar yfir þá eða systir þeirra: uppgjöfin. Þeir menn eru reyndar til, sem ætla, að hægt sé að komast í lífs- samfólag við hinn persónulega guð án kristindóinsins, Og vafalausteru þeir margir, sem hafa reynt það í fullri alvöru. Eu gleymum því eigi, að guð er heilagur og hreiun. Gleymum því eigi, að óhreinar hugsanir, hverju nafni sem nefnast, hvaða eðlis sem eru og á hvaða stigi sem er, ríða í bága við eðli hans, sem er heilagt og hreint. Sé persónulegur guð til, þá heimtar hann af oss, að vér sóum hreinir, svo sannarlega sem heilagleiki hans sættir sig ekki við hinn minsta blett eða lýti. Eyrir því eru það sönn orð í bréfinu til hinna Hebresku, þar sem sagt er: „Skelfilegfc er að falla í hendur hins lifanda guðs11. Þess vegna virðist kristnum manni það svo eðlilegt og auðskilið, að eigi hann að komast í hið rétta samfélag við guð, og geta komið hreinn og lýtalaus fram fyrir hásæti hans, þá geti þetta því að eins orðið, að hið undur- samlega eigi sér stað, að annar, sem sjálfur er heilagur og saklaus, taki á sig syndabyrði vora; og það er frelsarinn, hann sem sagði: „Enginn kemur til föðursins nema fyrir mig“. En þá segja meun aftur : Kristindómurinn getur ekki verið sann- leikur, með því að hann gerir út af við gleðina. Væri þessi ákæra á rökum bygð, þá væru dagar kristindómsins taldir. Menn segja, að kristinn maður hljóti að verða áhugalaus um þetta líf, að ef til vill sé það að eins umhugsunin um annað lif og þráin eftir þvi — eða hræðsl- an við það — er knýi manninn til að beygja knó fyrir guði, en að öll tiivera kristins manns sé frásneydd allri gleði. Þetta er stakasti mis- skiluingur. Miklu fremur verð ég að halda fram hinu gagnstæða: Það eru andstæðingar kristindómsins, sem líta augum svartsýninnar á hina jarðnesku tilveru; það eru einmitt þeir, sem ekki geta fundið gleðina hér. Ég minnist þess berlega úr mínu eigin lifi, hvernig tilhugsunin til þess fékk á míg, að ef til vill kynni þó, þegar öllu væri á botninn hvolffc, einhver guð að vera til, er bæði væri upphaf og markmið til- verunnar, guð, sem ég ef til vill gæti komist í samfélag við, — hvernig alsendis ný og áður óþekt tilfinning verulegrar lífsgleði streymdi um mig allan við þessa tilhugsun. Á einu vetfangi víkkaði þessi hugsun

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.