Verði ljós - 01.04.1901, Qupperneq 5

Verði ljós - 01.04.1901, Qupperneq 5
53 sjóndeildarhring minn, og ég fann það með sjálfum mér, að ef þetta væri sannleikur, þá og að eins þá yrði lífið nokkurs virði. Það var ekki fyr en seinna, að hugsunin um annað líf steig upp í sálu minni. Og mér virðist það auðsætt, hvers vegna hin verulega lifsgleði hlotnast manninum þá fyrst, er sjóndeildarhringurinn þaunig hefir færst út. Hví skyldi maðurinn vera að kæra sig um það líf, sem ekkert takmark hefii- og ekkert verulegt markmið að að keppa ? Því ber reyndar ekki að neita, að þeir hlutir eru til, sem kristinn maður verður að neita sér um, að þær freistingar eru til, sem hann verður að yfirhuga; en gleðin vex og helgast við hvern nýjan sigur, sem liann vinnur á þeim. Og það er mikið vafamál, hvort þeir menn, er lifa vilja án guðs, og álíta sig við það vera orðna sannarlega frjálsa, hvort þeir með þvi að láta þessa hluti eftir sér í raun og veru öðlast þá gleði, er þeir þráðu og höfðu gert sér í liugarluud, hvort þessi gleði þeirra verður ekki blandin högg- ormseitri lífsþreytunuar. Öll sannarleg gleði hefir i sér fólginn kraft til að aukast og yngjast upp, hæfileika til að vaxa og gera lífið með degi hverjum auðugra og auðugra. Öll ósönn gleði getur að eius um stutta stund örvað geðið. Lítum snöggvast á bókagjörð nútímans hér hjá oss, allar þessar bækur, sem á ári hverju koma fram þegar líður að jólum. Venjulega eru höfundar þessara bóka úr flokki óvina kristindómsins, eða að minsta kosti menn sundurtættir af efasemdum. Um hvað hljóða þessar bækur? Oftast nær um eitt eða annað ástþrungið timabil i lifi einhvers manns- ins. Þeir lýsa (ef til vill með verulegum eldmóði) sálarstriði því, er persónurnar, sem þar koma fram, verða að heyja. En hvar er aflið ? Hvar er það, sem átti að veita manninum hæfileikann til þess að lifa ekki að eins þetta stutta tímabil, heldur alt líf sitt, J)annig að })að byggi yfir einhverju innihaldi? Þeunan hæfileika virðist vanta með öllu. Höfundurinn lýsir —• oft og einatt átakanlega og satt — hversu samrekstur viðburðanna hefst og eflist, en hina verulegu samræmilegu úrlausn vantar oftast nær. Skáldskapur vorra tíma snýst allur um hið sjúka og veika; þar er eiukum lýst mönnum, sem virðast fyrirhugaðir til sjálfsmorðs eða morfin-dælu, en vantar með öllu magn til að lifa heilbrigðu, hamingjuríku lífi í æsku og elli. En þetta magn á kristindómurinn í sér, af því að kristinn maður hirðir eigi um að lifa í bága við guð, lieldur fær næringu sina frá honum með þvi að lifa í lífssamfélagi við hann. í þessu felst hinn mikli leyndardómur kristindómsins. Það er ekki álit mitt, að meðal kristinna manna geti enga þá menn, er lifi veikluðu lifi, korpulega manngarma, er fengið hafa allsendis ranga skoðuu k tilverunni; en yfir- leitt mun sannleikurinu vera sá, að kristindómurinn veiti styrkleika og heilbrigði. Það er ekki heldur skoðun mín, að kristnir menn geti ekki fallið fyrir freistingum, — þvi miður er nóg til af slíku, — en lifssam-

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.