Verði ljós - 01.04.1901, Page 16
64
sáluhjálp allra manna, þá verður þetta á máli Pjallkonunnar : „En vel-
kristnir kennimenn í kirkju vorri hafa neitað þessari kenningu11 o. s. frv.
Og þegar kirkjuráðið segir í álitsskjalinu: „Fyrir því dirfumst vór ekki
heldur skilyrðislaust að halda því fram, að samvizkusömum
manni, er elur slíka von í brjósti, sé ómögulegtað
vera prestur innan þjóðkirkju vorrar", — þá lætur Ejallk. það segja:
„Menn geta því verið prestar í þjóðkirkjunni dönsku án þess
að kenna eða trúa á eilífar kvalir í helviti“.
Yér skiljum þá ekki mælt mál, ef þetta er ekki að rangfæra orð
annara. Og til hvers skyldi það vera gert, nema til þess, að gera úr
álitsskjalinu „skoplegt og viðrinislegt dókúment11, eins og Pjallk. kallar
það. Því að hefði kirkjuráðið játað það skýlaust, að velkristnir kenni-
menn í kirkju vorri lieí'ðu neitað útskúfunarkenningunni, og hefði
kirkjuráðið enn fremur játað, að menn gætu verið prestar í þjóð-
kirkjunni án þess að kenna eða trúa á eilífar kvalir í helviti, þá
liefði verið fylsta ástæða til að furða sig á, að Jensen presti er geíin
áininning og hótað afsetningu, enda þótt han-n hafi „agíterað“ og gort
það í óheppilegu formi og á miður heppilegum stað (t. a. m. í saur-
blaðinu „Kobenhavn11). En hvorugu þessu hefir kirkjuráðið játað. Og
livað verður þá af hinu „skoplega og viðrinislega11 í þessu „dókúmenti11?
Og hvernig verður handaþvottur Ejallkonunnar ? Vór sjáum eigi betur
en að hanu hafi mistekist t þetta sinn. En hvað snertir dylgjur Ejallk.
í hinum skoplega „móraliserandi11 inngangi síðari greinarinnar um
miður „góðgjarna og prúðinannlega aðferð“, þá felum vér öruggir les-
endum vorum að dæma um, hvar hennar sé að leita, hjá oss eða
Fjallkonunni.
Kirkjuráðið danska á þakkir skilið fyrir einkar maunúðlega fram-
komu sína í þessu máli, en alls ekki ónot og hujóðsyrði þau, sem því
hafa boi'ist frá vautrúarblöðunum dönsku og nú síðast frá liinurn mikla
„kirkju- og klerkavini11, Ejallkonunni. Það, sem hjá Ejallk. ræður
úrslitum, er, að hún hefir ekki skilið eða viljað skilja, að það er sitt
hvað, „að ala í brjósti sór sem von það sem aldrei getur. orðið annað
en von bygð á mannlegum ágizkuiium11, og að halda því fram sem ó-
hrekjanlegri staðreynd og fara óvirðulegum orðum um hina gagnstæðu
skoðun. Það getur enginn bannað oss að vona, og vór eigum postul-
legt orð, sem segir: „Kærleikurinn vonar alt“, sem enginn getur
meinað trúuðum manni að heimfæra einnig upp á hin eilífu afdrif
manna í öðru lífí, — en að kenua það, að allir menn verði hólpnir
um síðir, þar sem vér höfum eigi meira við að styðjast en liór er fyrir
hendi og berja það blákalt fram sem hið eina rótta, það getur kirkjau
bannað þjónum sínum, meðan þeir eru í hennar þjónustu, og vísað þeiin
burt úr vistinni, ef þeir óhlýðnast. I þessu sambandi mætti ininua á
orð eius af mestu ágætismönnum kirkjunnar í seinni tíð, prestsins dr.
Otto Eunche, sem einmitt hafa verið dregin fram í sambandi við
þetta danska uppþot út af útskúfuuarkenningunni: „S4 er uxi, sem ekki
vonar að allir menn verði hólpnir, en sá er asni, sem kennir slíkt11.
Orðin eru dálítið stórgerð, en geyma í sér eftirtektarverðan sannleika.
J. H.
Utgefendur:
Jón Helgason, prestaskólakennari, og Haraldur Níelsson, kand. í guðfræði.
Ileykjavlli. — Félagsprentsmifijan.