Verði ljós - 01.05.1901, Blaðsíða 2

Verði ljós - 01.05.1901, Blaðsíða 2
66 hann þar taki nýja stefnu, gagustæða þeirri, er liann fylgdi hér á jörð- unni? — Lúter hefir svarað spurningu þessari í smáriti einu: „Sendi- hréf viðvíkjandi þeirri spurningu, hvort nokkur sá, sem dáinn er án trúar, geti hólpinu orðið“ (preutað í Wittenberg 1522 og oft síðar). í bréfi þessu sýnir hann fyrst fram á, hve fráleit sú kenuing sé, að allir muni verða hólpnir urn síðir, en varar jafnframt við því að rugla æsku- lýðinn og þá, er enn sjá við „ljós náttúrunnar11, með spurningum við- víkjandi „dómum guðs“; þess konar spurningar séu einungis fyrir þá, er séu orðnir þroskaðir í trúnni. £>vi næst sýuir hann út frá ritning- unui, að enginn geti orðið hólpinu, nema fyrir trúna, og bætir síðan við: „Oðru máli er að gegna um það, hvort guð geti annaðhvort í dauðanum eða eftir dauðann veitt einhverjum trúua og því gjört þessa menn sæla fyrir trúna? Hver mun efast.um, að guð geti gjört þetta? En að hann gjöri það, verður með engu móti sannað, sem sé af því, að ritningin kennir ekkert um það“. Með þessum orðuin hefir Lúter bent á það, sem kristnir menn verða ávalt að lialda föstu, að frá guðs hálfu sé ekkert því til fyrirstöðu, að hann „gefi manniuum trúna“ eftir dauðanu, sé manninum að öðru leyti svo farið, að haun geti veitt trúnni viðtöku og vilji það (en það er auðvitað ómögulegt án afturhvarfs). En að maðurinn geti þetta, verður ekki sannað, af því að oss er ekkert, opinberað því viðvíkjandi. Lúter liafði þá menn eina í huga, sem að minsta kosti hefðu getað lieyrt evangelíið hér í lífi. Eu þegar ræða er um afturhvarf eftir dauð- ann, leiðist hugurinn fyrst til hinna inörgu heiðingja, sein bæði áundan og eftir komu Krists eru dánir án þess að hjálpræðið liafi staðið þeiin til boða. Að þessir menn séu fyrir það eilíflega glataðir, er ómögulegt af því, að Kristur er „friðþæging fyrir syndir alls heimsins og guð vill, að allir menn verði hólpnir". Þar sem nú livergi er hjálpræði að finna nema i Jesú Kristi, þá leiðir óhjákvæmilega af því, að allir meun verða að liafa átt kost á annaðhvort að aðhyllast lijálpræðið i honum eða hafna þvi. Hvað snertir þessa heiðingja, þá getur þetta Ækki orðið nema í riki hinna dauðu; og það, að þeir geta snúist til aftnrhvarfs, þrátt fyrir magnleysi það, er annars einkennir þessa tilveru, hvað alla þá snertir, sem ekki „eru í Kristi dánir“, það orsakast af því, að þeir hafa ekki getað fyrirgjört hæfileikanum til að iðrast og veita hjálpræð- inu viðtöku, með þvi að það hefir aldrei fyrri staðið þeim til boða. En hvernig þetta verði í dauðraríkiuu og fyrir hvers meðalgöngu, — um það er oss ekkert opinberað; það er spurning, sem iiggur fyrir utan dragleugd anda vors hér á jörðu, og verðum vér því i þeiin efuum að leggja alt slíkt í drottins hönd. ’Að vera að brjóta heila sinn um það, er að eins til þess að tefja oss frá að vinna að eflingu eigin sáluhjálpar vorrar og að gegna skipun drottins, er hann býður söfnuðinum að kristna allar þjóðirnar.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.