Verði ljós - 01.05.1901, Blaðsíða 3

Verði ljós - 01.05.1901, Blaðsíða 3
Saint sem áður verða þó fyrir oss í nýja tðstamentiuu ummæii, er eigi að eins gefa oss visbending um að hjálpræðið nái einnig til dauðra ríkisius, heldur einnig hvernig þetta sé þegar byrjað. Þannig lesum vér i Efes. 4, 10., að Ivristur, sem niður sté til neðri bygða jarðarinnar, hann sé og hiun sami, sem upp sté yfir alla himnana, til þess að fylla það alt“. Hér er þannig gefið í skyn, að Kristur muni fylla með náð hjálpræðis síns bæði það sem er í neðri bygðum jarðarinuar („þá sem eru undir jörðunni11 Fil. 2, 10) og það, sem er á himuum. Og hvernig hann gjöri þetta, um það fræðumst vér af 1 Pét. 3, 15.—20., þar sem svo er að orði komist, að Kristur, sein leið einu siuni fyrir syndiruar til þess að leiða oss til guðs, hafi „verið deyddur í lioldi, en verið gjörður lifandi í aiida (samkvæmt hinu andlega eðli sinu), íhverj- um liann eiuuig hafi farið og prédikað fyrir öudunum í varðhaldii, sem þverskallast höfðu forðum, er lauglundargeð guðs beið eftir betrun þeirra á dögum Nóa“. Það verður hér naumast sagt með vissu, hvort hugsunin sé hér sú, að Kristur hafi að eins prédikað fyrir öndunum, er tilheyrðu þeirri kynslóð, er fórst í íióðinu mikla, eða hvort þeir að eins eru teknir til dæmis, af því að þeir liafi einna mest skarað fram úr í þverúð af kynslóðum þeim, er lifðu fyrir daga Krists. En liveruig sem þetta er nú að skilja, þá má ugglaust ráða það af þessum orðum, að hafi verið prédikað fyrir þessari kynslóð, er ekki vildi sinna lang- lundargeði guðs, er hann beið eftir betrun hennar, þá muni einnig verða prédikað fyrir hinum. Hvað það hafi verið, sem Kristur pré- dikaði. sjáuin vér af því, sem farið er á uiidau: „Hann leið fyrir syndir manna, til þess haun leiddi oss til guðs“. Hanu fór þangað eigi til þess að kuungjöra dóminn yfir hinum óguðlegu, lieldur til þess að boða það hjálpræði, sem hann hafði afrekað með pínu sinni og dauða. (Það er eftirtektavert, að postulinn segir lesendum sirium hér ekki frá neinu nýju og áður óþektu, heídur er liann að minna þá á það, sem þeir liafa þegar áður trúað og þekt). Sömu hugsuninui er eun ákveðnar lialdið fram siðar i saina bréfinu (1 Pét. 4, 5—6): Heiðiugjarnir, sem hæða Krist, eiga að gjöra honum reikning, sem dæma á lifendur og dauða: „Því að þess vegna var fagn aðarerindið prédikað eiunig fyrir dauðum mönnum, til þess að þeir, jafnvel þótt þeir í manna augum séu dæindir í lioldi, skuli þó í guðs augum lifa í anda“. Þetta hafa menn reyndar viljað útlista á þá leið, að þessir „dauðu menu“, sem fagnaðarerindið hafi verið boðað, hafi verið látnir kristnir menn, seiu liöfðu heyrt það meðan þeir voru enn á lifl. En rétta útskýringin er skilyrðislaust sú, að Kristur - geti með i’éttlæti dæint „hina dauðu“ af því að þeim hafi einnig verið boðað fagnaðarerindið, ekki til mála- mynda, heldur til þess að þeir við það skyldu „lifa í anda“ (verða lif- andi sem andar), þótt ménnirnir yrðu að álíta þá sem „dæmda í holdi“,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.