Kosningablað Sjálfstjórnar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Kosningablað Sjálfstjórnar - 01.09.1916, Qupperneq 1

Kosningablað Sjálfstjórnar - 01.09.1916, Qupperneq 1
Kosningablað Sjálfstjórnar Geir Jón oé Knudsen. Fyrirgefið hr. Knudsen að eg nefni nafn yðar án þess að vera í stjórn Merkúrs! Eg hélt nefni- lega að bverjum félagsmanni væri heimilt að segja það sem honum sýndist, í sínu eigin nafni og undir sínu eigin nafni, því annað hefi eg ekki gert í þessu máli. Eg hefi hvergi sagt að eg talaði þar fyrir hönd Merkúrs eða »í umboði stjórnar Merkúrs«. Það eina sem eg hefi gert, er það, sem stjórninni bar sjálfri skyldu til að gera, úr því hún hefir tekið sjálf á sig þá ábyrgð að klína nafni félagsins við pólitískan flokk eða vill Jón & Knud- sen halda því fram í alvöru, að Alþýðuflokkurinn sé ekki pólitiskur! Hr. Knudsen neitar engu því er stendur í grein minni, því það getur hann ekki og ætlar eg því ekki að svara honum neinu, en hálf hlægilegt er það af fullorðnum manni að halda því frarn, að niðurjöfnunarnefndarkosning í Reyk- javík sé »privat«mál Merkúrs. Slík kosning er auðvitað opinbert mál, og úr því Merkúr tók þá afstöðu að skifta sér af því, þá hlaut það auðvitað að koma fram opinberlega í þessu máli. Yður, Geir Jón, er það að segja, að bezt hefði verið fyrir yður að þegja um þetta mál, því þér voruð ekki á fundi og vitið því ekkert hvað þar fór fram, enda kom það ljóslega fram í allri grein- inni. Þó Árni Knudsen »í urnboði stjórnarinnar« sé að ilskast út af því að eg skuli hafa gert þetta að blaðamáli og stjórnin muni á sínum stað og tíma standa reikningsskap gerða sinna, þá hefir þó Geir Jón líklega ekki samþykt það umboð því hann kemur og fyllir 2 dálka Vísis, sem ekki geng- ur út á annað en að verja og skýra gerðir stjórn- arinnar í þessu máli, og ]>að kom auðvitað eng- um við nema félagsmönnum. En úr því að Geir Jón »í stjórn Merkúrs« hefir nú gert þetta prívat- mál Merkúrs að blaðamáli, þá ætla eg að mér sé leyfilegt að fara nokkrum orðum um þessi skrif hans. Hann þykist nú hafa fundarbókina fyrir fram- an sig, sem eklci hefir verið lesin í félaginu ennþá, og segir að samkvæmt henni sé stjórninni ekkert »óheimilt í þessu máli«. Og jafnframt segir hann, að ' henni hafi verið falið að reyna tvær leiðir í þessu máli. Já, stjórninni var falið að reyna tvær leiðir og annað elcki. Allar a ð r a r leiðir var henni óheimilt að fara í nafni félagsins. Félag- ið samþykti annað hvort að komast í samband við Sjálfstjórn eða þá að koma fram sjálfstætt með lista. A fundinum sagði þá sjálfur Knudsen, að ef þetta væri samþykt, mætti stjórnin ekki leita fyrir sér annarstaðar, og vildi bæta við að stjórnin mætti einnig leita til Alþýðuflokksins. Þetta tóku fundarmenn ekki til greina, og var því hitt samþykt óbreytt. Þar með samþykti fund- urinn að ef þessar tvær leiðir ekki reyndust færar, að skifta sér þá ekki af kosningunni í þetta sinn. Enda hefir líka form. félagsins fyllilega við- urkent það við mig að þessar gjörðir stjórnarinnar séu óheimilar samkvæmt samþykt fundarins og hún hafi gert þetta upp á sitt eindæmi og ábyrgð. Það var aðeins brýnt fyrir stjórninni að gera það sem hún áliti heppilegast í þeim 2 leiðum, sem henni var falið að fara. Það er því ósatt, að henni hafi ekki verið nein leið »óheimiluð«. Sú leið, sem hún fór, var henni á þessum fundi bönn- uð, hvað sem síðar kann að ske. Þetta er sann- leikur, sem hvorki Knudsen eða Geir Jón hafa reynt að hrekja, heldur aðeins liefir Geir Jón reynt að snúa út úr honum. »Aðalatriðið var að koma einum manni að í niðurjöfnunarnefnd til að gæta hagsmuna verzlun- arstéttarinnar«, segir Geir Jón. Látum svo vera. En hvernig fer svo stjórn- in með það »aðalatriði«, þá hún þyggur 4. sætið á Alþýðuflokkslistanum, sem eftir öllum þeim kosn- ingum, sem fram hafa farið hér í bæ, er engin von að geti komið þar að nema 3 mönnum, og allra sízt eins og sá listi er nú skipaður. Eg vona að öllum sé nú ljóst, að Haraldur Möller er hvorki fulltrúi Merkúrs né verzlunar- manna á Alþýðuflokkslistanum, enda var ekki hægt að velja óheppilegti mann, að því leyti að hann er af nær öllum bæjarbúum óþektur, og sömuleiðis þekkir lítið til þeirra. Að sitja í nið- urjöfnunarnefnd þarf önnur meðmæli en að vera bróðir Jakobs Möllers, þó auðvitað þurfi enginn að skammast sín fyrir það. Stjórn Merkúrs hefir farið mjög óviturlega og flausturslega að í þessu máli og hefir því ekkert leyfi til að hrópa hástöfum í blöðum bæjarins: »Sá yðar, er situr .heima eða vinnur á móti yðar eigin fulltrúa, hann svíkur sína stétt«. Verzlunarmenn munu allir kjósa þá menn, er þeir álíta heppilega og hæfa í niðurjöfnunarnefnd, og eru alls ekkert bundnir að kjósa þann mann, er stjórn Merkúrs hefir eingöngu sjálf klínt á Al- þýðuflokkslistann í heimildarleysi. Hvað viðvíkur félaginu Sjálfstjórn, er mér óhætt að fullyrða það, að Merkúr hefði getað feng- ið þar jafnvel þriðja sætið, ef beiðnin hefði kom- ið nógu tímanlega og hæfir menn hefðu verið í boði. Er svo útrætt um þetta mál af minni hálfu, og bíður annað í þessu máli þar til við mætumst á sínum stað og tíma. Erlendur Pétursson.

x

Kosningablað Sjálfstjórnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablað Sjálfstjórnar
https://timarit.is/publication/505

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.