Nýjar kvöldvökur - 01.08.1907, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1907, Blaðsíða 6
198 NÝJAR KVÖLDVÖKUR «Nei, haldið þér yður bara samflota við okkur.» «Já, herra,» svaraði Kain. «Búist við að venda,» kvað við á fregát- unni, og bátsmaðurinn blístraði við um leið; á svipstundu var hún snúin við. «Hefnarinn» stagventi líka, og lá rétt aftur undan fregátunni. Eðvarð Templemóre og áhöfnin á «Fyrirtæk- inu» höfðu nú borist miklu nær hinu skipinu, eftir stefnunni, er þeir sigldu, og urðu nú al- veg í standandi ráðaleysi með athæfi hinna skip- anna, hvað það ætti að þýða. Stundum héldu þeir að sér hefði missýnst, og þetta væri ekki víkingaskipið, og stundum að víkingar hefðu gert uppreist og gefist fregátunni á vald. Eð- varð lét beita upp í vindinn, og stýrði beint á þá, til að fá að vita hvernig lægi í öllu sam- an. Kapteinninn á fregátunni hafði altaf stöð- ugar gætur á báðum skipunum, og var stein- hissa á því, hvað víkingur þessi gæti verið fífl- djarfur. «Hann ætlar sér þó aldrei að ráða til upp- göngu á okkur, þorparinn sá arna?» sagði hann við varaforingjann. «Hver ætlar á það herra; þér þekkið orð- ið sem af honum fer, og sumir segja að hann hafi 300 rnanns innanborðs, og það er við- líka margt og við höfum.» «Eða hann ætlar sér að skjótast á kulborða við okkur, gefa okkur eina hliðarhríð, og leggja svo upp í vindinn aftur.» «Að minsta kosti skulunt við hafa viðbúna hliðarhríð handa honum* svaraði kapteinninn. «Hafið til stjórborðabyssurnar, og takið úr tappana. Blístrið upp stjórborðaverðina til fall- byssnanna.» «Fyrirtækið > færði sig nú nær fregátunni, fast að henni á kulborða, og ætlaði að renna sér aftur fyrir hana, og snúa við hinum meg- in við hana. «Hann dregur ekki seglin santan enn, herra,» sagði varafotinginn.en skonnortan ldauföldurn- ar hér um bil í hundrað faðma fjarlægð á ská við hana kulborðamegin. «Og hún er full af fólki, herra,» sagði skipstjóri, og horfði á hana í gegnum náttkík- inn. «Hleypið á hana einni fallbyssu» sagði kapt- einninn. Hvellurinn dundi við; reykinn bar frá, og fremra körfuseglið lafði út yfir borðstokk. Kúl- an hafði hitt fokkumastur skonnortunnar, og brotið það rétt neðan við kaðlahnýtingarnar. Skonnortan var óvíg í bráðina. «Skonnorta ho — hó— hvaða skonnorta er það?» ««Fyrirtækið,» skonnorta hans hátignar.» «Sendið undir eins bát hingað á skipið.» «Já, herra.» «AIlir menn upp! Minkið segl.» Bramseglum og undirseglum fregátunnar var slept og stórseglið heflað inn að mastrinu. «FIaggmaður, hvar er hin skonnortan nú?» «Skonnortan, herra? undan sliðrunum,» svar- aði flaggmaðurinn; hann hafði eins og aðrir haft alla sína eftirtekt beinda á «Fyrirtækið,« og gleymt að liafa auga á hreyfingum þessa ame- ríska skips, sem þeir héldu vera. Maðurinn hafði svarað út á þekju, en stökk nú upp á eina flaggkistuna til þess að gá að henni. En hún sást hvergi. Kain hafði haft góðar gætur á öllu því, sem fram fór milli hinna skipanna, og verið við því búinn að smjúga burt fyrir- varalaust, enda sneri hann skipinu við óðara en fregátan hleypti skotinu á skonnortuna, og setti upp öll segl upp í vindinn. Svo sáu þeir hann í náttkíkinum svo sem áttung mílu aftur undan; sáu þeir þá þegar að hann hafði leik- ið á þá. Fregátan setti þegar upp öll segl, en lofaði Eðvarð að hverfa aftur til skips síns, því að ekki vartími til að bíða eftir báti hans, ogfór að elta skonnortuna; en hún neitti nú rösklega bæði vinds og segla, og var horfin sjónum í dögun. Eðvarð Templemóre hélt á eftir fregátunni að svo núklu leyti sem hann gat neytt segla á skipi sínu; var hann í hinu versta skapi fyrir meðferð þá, er hann hafði orðið fyrir, og bölv- aði sér upp á að hann skyldi heimta lierdóm á ffláli þessu. Um hádegisbil kom fregátan til

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.