Nýjar kvöldvökur - 01.08.1907, Blaðsíða 16
208
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
heimskulegt af þér, að vera nokkuð að bjóða
honum að koma aftur.«
«Við skulum ekki vera að minnast þess,
sem eigi var unt að afstýra,» tók herra For-
mann fram í, «eg ætlaði ekki að stinga upp
á neinu, heldur að eins segja, hvað eg mundi
gera, ef svo stæði á fyrir mér. Eg kannast við
það hreinskilnislega, að skoðanir mínar og ráð
eiga að nokkru leyti rót sína að rekja til þess,
að eg vil Iáta hjálpa bágstöddum, með því að
eg er einn úr barnahælisnefndinni. Rað er fög-
ur skylda, að sjá um að foreldralausum börn-
um sé komið fyrir á góðum heimilum og séu
vel upp alin. Ressi skylda dregur rnig enn þá
einu sinni eftir mörg ár hingað, en því mið-
ur hitti eg nú fornvin minn hryggan og sorg-
mæddan. Yður, ungfrú, þætti ef til vill gam-
an að frétta, að eg hefi ferðast hingað með
jrjóninum mínum og ungum dreng.»
«Er það satt!» sagði ungfrúin alveg upp-
veðruð.
«Rað er embættisskylda, sem hefir þann
kost, að hún er bæði fögur og mannúðleg.
Þýzlc hjón úr Ameríku, sem eru vel efnum
búiu, ætla að taka þenna ársgamla dreng sér
í sonar stað og fara með hann vestur um haf.
Eg hefi sjaldan séð efnilegra barn, og er því
ekki meira en svo um að fela þenna tilvon-
andi Ameríkumann fósturforeldrunutn á hendur.
En því miður lenti eg í þeim vandræðum, að
eg fann ekki hjónin frá Ameríku í því veit-
ingahúsi, þar sem eg bjóstvið þeim. Rau fóru
frá Berlín til Dresden, en hafa víst orðið of
sein þaðan og koma ekki hingað fyr en seinni
hluta dags; jæja, eg má líklega tefja hér eina
tvo tíma enn þá.»
»En hvar skylduð þér barnið eftir, herra
ríkisráð ?»
«l3jónninn minn er með það á veitinga-
húsinu. Þér þurfið ekki neitt að óttast um
barnið, ungfrú, því líður vel. Ef eg væri mál-
ari, mundi eg hafa barnið eftir hjá mér sjálf-
ur, til þess að taka af því myndir á degi hver-
jum, þessu yndisfagra barnsandliíi, sem er eins
fallegt og Murilló sjálfur hefði málað það.»
»Pér gerið mig forviða herra ríkisráð, er
það satt að barnið sé svona fallegt?«
»Engin kona hefur enn þá séð þetta yndis-
fagra andlit án þess að langa til að kyssa það
og taka það í fang sér.«
Ungfrúin var alt í einu orðin mjög upp-
veðruð.
»Eg verð að fá að sjá barnið,« sagði hún
og stóð upp. »Herra Formann, þér megið til
að lofa mér að sjá barnið.»
»Með mestu ánægju, nema því að eins að
hjónin hafi komið á meðan.«
»Eg ^etla að láta spenna fyrir vagninn, við
skulum aka til veitingahússins.«
Pað var eitthvert hik á herra Formann.
»Við getum gert okkur það miklu þægilegra
með því að láta gamla Klemm koma með
barnið hingað. Eg er þreyttur og vildi síður
slíta mig frá vini mínum og fara frá þessu
ágæta víni, nema það væri bráðnauðsynlegt.
En Iíklega sefur strákurinn, og það væri
ljótt — «
»Já, víst væri það ljótt,« sagði ungfrúin,
öll á lofti, »það er ekki langt til veitingahúss-
ins. Eg ætla að láta spenna fyrir.«
Svo þaut hún út úr herberginu.
Herra Neumann virtist vera farinn að venjast
nokkurn vegin stjórn systur sinnar á heimil-
inu eftir það er kona hans dó, og lét sér því
vel líka að bregða sér til veitingahússins.
Ríkisráðið neri lófum saman af ánægju.
Rað var svo sem engin hætta á öðru, en syst-
kinin yrðu skotin í barninu og svo hlaut alt að
lagast af sjálfu sér.
Vagnin þaut svo af stað til veitingahússins.
A meðan streittist Klemm við að halda
drengnum góðum; og það var eins og hann
vissi sjálfur, að sú stund nálgaðist, er þunga-
miðja ævi hans hvíldi á og var bæði kátur og
hress, horfði öruggur í kringum sig, svo að
Klemrn gat ekki annað en farið að kveða við
hann vísu.
Húsbóndi hans og systkinin komu að á
meðan hann var að því,
»En hvað barnið er fallegt!«
sagði ung-