Nýjar kvöldvökur - 01.08.1907, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1907, Blaðsíða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 199 lians og greiddust þá málin á milli þeirra. Að sönnu voru þeir allir saman sárgramir út af því að missa af víkingunum, en kom þó saman um það, að bíræfni sinnar og snarræð- is vegna hefði hann átt það skilið að sleppa. Mastur skonnortunnar gátu þeir bæklað saman, svo að hún gat haldið áfram að vera á vakki þar í hafinu. Timburmenn fregátunnar voru sendir yfir í skonnortuna og gerðu að biluninni og Eðvarð hélt svo áfram að leita að «Hefn- aranum.» XV. KAPITULl. Misgáningur. «Hefnarinri» silgdi í norður og hafði fjölda segla uppi, svo sem hann þoldi. Reir, sem eltu hann, voru orðnir langt á eftir og hvergi var neitt að sjá í sjóndeildarhringnum; Fransiskó var þá aftur farinn að sofa í káetu kapteinsins sem áður; að morgni annars dags kom hann upp á þiljur. Hann hafði talist fastlega und- an að taka nokkurn þátt í forustu skipsins, þó að Kain færi franr á það við hann, því að hann áleit sig að eins sem farþega á skipinu, eða fanga með drengskaparheiti. Hann var ný- kominn upp; þá sá hann þá, fiskimennina tvo frá Don Kúmanosi; þeir stóðu frammi á þilj- um og voru að tala saman. Hann var alveg búinn að gleyma því, að þeir höfðu verið feknir; gekk hann til þeirra og~ fór að tala v'ð þá. Þeir urðu alveg hissa og áttuðu sig ekki fyrri en hann fór að tala við þá. Þeir s°gðu, hvað hefði fyrir sig borið, og sýndu honum þumalfingurna á sér; víkingarnir höfðu *agt á þá handskrúfur til þess að pína sann- leikann út af þeim. Fransiskó hrylti við, en hann hughreysti þá hið bezta, og lofaði þeim, að þeim skyldi^verða slept aftur innan skamms, °g fá að fara heim aftur til húsbónda síns. Þegar Fransiskó gekk aftur eftir skipinu, 'útti hann Hawkhurst uppi á þiljum. Peir litu úver á annan, og sendu hver öðrum logandi heiftarauga. Hawkhurst var fölur af blóðmissi og mátti sjá að honum leið illa, en hann hafði fengið fréttir um, að líkindi væru til að Kain og Fransiskó væru sáttir, og hélzt því ekki við í rúminu. Hann vissi líka að kapteinninn hafði sneitt sig hjá orustu við «Fyrirtækið,» og réð hann af því, að breyting'j nokkur mundi vera komin á skapsmuni Kains. Rótt hann væri sárlasinn, fastré ð hann þó að vera á fótum og sjá hverju fram færi, og gefa góða gát að öllu. Hann var búinn að fá brennandi hatur, bæði á Kain og Fransiskó, og beið að eins færis til þess að svala heift sinni. Sem stóð, stóðu þeir betur að vígi, en hann þóttist vita að sú stund rynni upp, að hann gæti ráðið niður- lögum þeirra. Fransiskó gekk fram hjá Hawkhurst, og sagði ekki orð. «þér eruð laus úr fangelsinu þykist eg sjá,» sagði Hawkhurst og glotti háðslega. «Rað er að minsta kosti yður að þakkar- lausu» svaraði Fransiskó, «og líf mitt líka.» «Jú, það mun vera rétt hjá yður; en eg býst við, að eg eigi yður að þakka þessa kúlu héma í öxlina» sagði stýrimaður. «Já, það mun rétt vera» sagði Frans- iskó stillilega. «Og þér megið reiða yður á það, að þá skuld skuluð þér fá borgaða með rentum.» Meðan hann var að segja þetta, kom kapt- einninn upp káeturiðið. Hawkhurst sneri sér und- an og gekk fram eftir. «Þessi maður hefir ilt í sinni, Fransiskó,» sagði kapteinninn í hálfum hljóðum; «eg veit varla hverju eg má trúa, en það verður að hafa auga á honum þessum. Hann reynir að fá fólkið á sitt band, og hefir þegar um all- langan tíma setið á hljóðskrafi við marga. En í raun og veru hefir það ekki svo mikið að þýða, ef hann heldur sér í stilli nokkra stund enn. Innan skamms skal eg ekki sjá eftir forust- unni fyrir þessu skipi í ’nans hendur, en ef hann reynir of snemma -- —« «Eg hefi fáeina, sem eg get reitt mig á,« svaraði Fransiskó, «við skulum koma ofan.« Fransiskó lét kalla á Pompejus Króvmann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.