Trú - 01.10.1905, Síða 2

Trú - 01.10.1905, Síða 2
58 T R Ú. sem er uppvakinn frá dauðum, deyr ekki framar; dauði drotn- ar ekki framar yfir honum. Því að það hann dó, það dó hann syndinni einu sinni, en það hann lifir, lifir hann Guði. Álítið svoleiðis einnig, að þér sjálfir séuð dauðir syndinni, en lifið Guði í Kristó Jesú vorum Drottni. Þessvegna drottni ekki syndin í dauðlegum líkama yðar, til að hlýðnast girnd- um hans. Ljáið ekki limi yðar syndinni fyrir ranglætisvopn, heldur framberið Guði sjálfa yður, eins og lifnaða frá dauð- um, og limi yðar Guði fyrir réttlætisvopn, því að syndin skal ekki drotna yfir yður, þar eð þér eruð ekki undir lögmáli, heldur undir náð“. Þeir trúa því, að Jesú Kristur sé máttugur að frelsa, en — en það, að losna alveg við syndina og deyja frá henni, það er mjög strangt, segja þeir. Og vér höldum að slík kenning sé ekki holl, og helzt að hún ekki mætti komast í land vort. En hvað segir almúginn f Er hann líka á þeirri skoðunf Ekki vil eg segja að það séu allir, en eg er hrædd- ur um að meiri hlutinn trúi því fastlega; því eg átti t. d. tal við eina stúlku hérna um daginn, og sagði hún mér, að hún væri kristin, en hún sagði að enginn gæti losnað alger- lega við þá meðfæddu synd, fyr en eftir dauðann. Og svo heyrði eg þessa sönni stúlku blóta, og það inni í liúsi, og þú veizt hve Ijótt og syndsamlegt það er. Nú, já já. Eru það margir, sem eru til svonaí Jú, því er ver og miður, að það verða víst heldur margir, sein segja það, að blót sé ekki nema ljótur vani. Nei, góði bróðir, er það mögulegt; talar fólkið svona ógætilegaf En segðu mér hvernig stendur á þessu. Hverj- um getur það verið að kenna f Er ekki biskupinn þeirra vel frelsaður, og skírður með heilögum anda og eldi, eins og þessir sem við þekkjum. Nei, nú spyr þú mig að of þungri spurningu, því eg hef aldrei getað fengið tækifæri til að tala við hann um þessháttar efni, en eg hef frétt — ef eg mætti hafa það eftir — að þegar hann hafi byrjað á sínu biskups- embætti, þá hafi hann verið brennandi heitur, en svo hafi hann fengið ýmsar árásir, og það hafi dregið hann aftur og kælt hann, ogeg hef heldur ekki heyrt sagt trá, að hann prédik- aði, nema þegar hann vígir einhvern af þessum útlærðu prests- efnum. En heyrðu, eru þeir þá ekki vel frelsaðirf Það er

x

Trú

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.