Trú - 01.10.1905, Síða 4

Trú - 01.10.1905, Síða 4
6o T R Ú . TRU kemur út einu sinnt í mánuði. Hvert blað kostar 5 aura. Argangur- inn 50 aura hér á landi. I Ameríku 3 cent hvert blað, en 25 cent ár- gangurinn. Borgist fyrirfram. Borgun fyrir blaðið sendist í póstávís unum til S. O. Johnson. Útgefandi og ábyrgðarmaður Samuel O. Johnson, trúboði. Reykjavík (P. O.) ísland. Smásögur ýmislegs efnis. IV. Kom. Þegar frelsarinn kallar menn, þá byrjar hann ávalt með því að segja „kom“ eða „komið". En það eru margir, sem byrja með öðrum hætti. Það var einu sinni drengur, sem hét Hans. Hann var ætíð vanur að segja „farðu", eða „farið þið og gerið þetta". Hann hafði vanizt því í uppvextinum. Það var vanalegt að segja við hann: „Farðu í kirkju, Hans, farðu á trúboðssam- komuna, sem á að halda í kvöld“. Avait hljóðaði það svo: „farðu", en ekki „komdu", af því að þeir sem til hans töl- uðu, voru ekki sjálfir tneð. En þegar hann ekki vildi fara, var hann kallaður guðleysingi, letingi og annað því um líkt. Ekki tók betra við þegar í skólann kom, eða þegar Hans átti að fara að ganga til prestsins, því altaf var það þetta sama: „farðu", og „þú skalt fara". Hans þreyttist þessum sífeldu skipunum, og hann varð yfir höfuð þreyttur á kristin- dóminum, hann hugsaði að þetta „farðu" tilheyrði honum. Tíminn leið, og svo kom að því að Hans giftist, en kon- an var trúuð, og hafði mikla löngun til að þjóna Guði, og hún var í anda og sannleika Guðs barn. Hún hét María. Hún vildi svo gjarnan hafa Hans með sér inn í Guðs ríki, en hún sagði aldrei „farðu", heldur „komdu". Komdu með í kirkju, Hans, komdu með á þessa samkomu, sem á að halda í kristnitrúboðsíélagshúsinu í kvöld, ó, korndu með, Hans, komdu með einungis í þetta sinn. Þannig þrábað hún Hans á kvöldin, þegar hann kom frá vinnunni. Eitt kvöld

x

Trú

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.