Trú - 01.10.1905, Blaðsíða 6

Trú - 01.10.1905, Blaðsíða 6
62 T R Ú. kvæmu rödd konunnar sinnar sáluðu. Til litlu dóttur sinnar segir Hans ætíð „kom“, en ekki „farðu". Nokkur vers sem konu dreymdi fyrir næstum því 400 árum síðan. Hún bað að mæður kendu börnum sínum þau. Svo hefir mjög gam- all maður, sem heitir H. H., beðið að koma þeim á prent, svo mæður gætu kent börnum sínum þau: Upp til Drottins augum renni, ó, minn herra, bænheyr mig. Heilags anda náð mér kenni nákvæmlega bið eg þig. Vil eg að þfnum krossi krjúpa klára morgunstjarna skær, brunni náðarsælli súpa, sálin mín þar gleði fær. Er mín synd sem óhófsbyrði yfir höfuð gengin mitt, líknarfulli, ljúfi hirðir líkn mér þar um klár og kvitt. Nær dauðinn kemur að dyrum mínum dvínar máttur, heyrn og sýn, yfir mig blæði úr undum þínum dýrast blóð, sem gafst með pín. Heiðingjadrengurinn. Saga . Kar átti þarna í mikilli baráttu við sjálfan sig, og var alveg í óvissu, hvern veginn hann ætti heldur að fara. Hann vissi ekki, hvort hann ætti að biðja hinn volduga Guð um styrk til að geta afráðið, hvað hann ætti að gera. Hann var að eins viss um, að þessi Guð vildi hjálpa þeim Sotoh og

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.