Trú - 01.10.1905, Qupperneq 7
T R Ú .
63
Nyx, ef þeir vildu snúa sér til hans, því þessir ókunnu trú-
boðar höíðu sagt, að menn ættu að líkjast honum í orði og
verki. En það, að gera rétt, var nú innilegasta löngun Kars,
það var orðið hans vani. En um leið og hann stóð upp
aftur, var hann orðinn futlviss um með sjálfum sér, hvað hann
ætti að gera. Hann var fastráðinn með að hitta Sotoh og
Nyx, þrátt fyrir það, þó honum þætti mjög leitt að missa af
þeirri ánægju, að hitta trúboðana, sem hann hafði leitað eftir
f svo mörg ár, en það varð svo að vera. En honum fanst það
samt svo undarlegt á leiðinni til Mynton, að hann hafði samt
í sínu hjarta svo mikinn frið og ró. Hann hélt nefnilega,
að hann mundi aldrei geta orðið glaður oftar, og að hann
mundi oft gráta yfir því, að hann hafði ekki getað farið líka
til hins staðarins.
Okkar svörtu bræður geta ekki stjórnað tilfinningum
sínum. Sorgin var horfin, augun þur, og Kar var orðinn svo
ótrúlega glaður í hjarta sínu. En sem uxarnir smámsaman
nálguðust Mynton, varð hann æ ánægðari. Hann skildi ekki,
að þetta var friður og ró frá Guði, sem uppfylti svo sálu
hans. En um kvöldið keyrði hann með uxana afsíðis, og
svaf svo sjálfur í vagninum nokkra tíma af nóttinni En nú
var hann orðinn svangur, því nú var hann löngu búinn að borða
seinasta bitann, sem hann hafði kvöldið áður. Löngu fyrir
dag var hann kominn á fætur, og kominn á réttan veg til
bæjarins. En sólin var ekki komin hátt á loft, þegar hann
um síðir náði til Mynton.
Fyrsta manninn, sem hann hitti, bað hann að fylgja sér
til fangahússins. Þegar hann var þangað kotninn, bað hann
fangavörðinn um leyfi til að finna þá Sotoh og Nyx.
Fangavörðurinn horfði undrandi á hann og sagði: „Veiztu
ekki, eða hefur ekki heyrt, að þeir voru dæmdi til dauða".
„Jú, það veit eg‘‘, svaraði Kar.
„Þú kemur of seint“. svaraði fangavörðurinn, „því þeir
voru líflátnir snemma f morgun". Og svo lokaði hann liurð-
inni. En aumingja Kar stóð einsamall úti með sínar brugðnu
vonir, og hélt þangað sem hann hafði skilið eftir uxana. Svo
fór hann langt burt frá bænum, og öll þessi ferð hafði svo
ótrúlega mishepnast, og hann fékk hvorki að sjá Sotoh eða
Nyx, og svo hafði hann líka mist af þessu góða tækifæri,
l