Vörður - 01.05.1918, Page 3

Vörður - 01.05.1918, Page 3
VÖRÐUR 59 Ögmundur var líklegur til aö vera skýr og skemtilegur förunautur. Árin 1882 til 1889 feröuöust þeir saraan víös vegar um landiö aö meira eöa minna leyti. Á vetrum var hann kennari viö barnaskólann á Eskifiröi í fimm ár. Aö þeim tíma liönum fór Ögmundur til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám viö kennaraskóla einn, veturinn 1887-8. Um þetta leyti voru barnaskólar fyrst aö rísa upp á íslandi. Einn slíkur barnaskóli haföi risiö upp á Útskál- um fyrir ötula tilhlutan síra Jens Pálssonar, sem þá var þar prestur. Til þessa skóla réðst nú Ö. S. sem kennari og var þar frá því áriö 1888 og þangað til 1896, nema skólaárið 1890—1, þegar hann stundaði nám viö kennara- skóla í Chicago, eins og fyr var getið. Haustiö 1896 var kennaradeildin við Flensborgarskólann í Hafnarfiröi stækkuö. Réöst þá Ögmundur þangaö sem kennari í náttúrusögu, reikningi og landafræði, og átti um leið að halda uppi verklegum æfingum í þessum greinum. Áriö 1907 var sérstakur kennaraskóli stofnaður í Reykjavík og síra Magnús Helgason geröur forstööumaður hans. Kennaradeildin var þá afnumin viö Flensborgarskólann. Síðan hefir Ö. S. veriö forstöðumaður Flensborgarskól- ans. Og nú fjögur ár hefir sá skóli verið algerlega hlið- stæöur gagnfræöaskólanum á Akureyri. Svo aö segja öll þessi sumur hefir Ögmundur ferðast með erlendum feröa- mönnum um fjöll og firnindi fslands. Einn i þeirra tölu var Þjóðverjinn Paul Hermann, prófessor, senr ritað hefir eina hina ágætustu ferðasögu um ísland, sem ritin hefir veriö, með alls konar fróðleik urn land og lýö, og höf- undurinn hefir fengiö mikið hrós fyrir. En þaö hefir mér veriö sagt af þeim mönnum, sem þótst hafa vita, aö fróöleikvtrinn í þeirri bók styöjist að mjög miklu leyti

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.