Vörður - 01.05.1918, Page 4
6o
VÖRÐUR
viíS fróöleik ögmundar kennara, er tjáöi honum alt uin
sögu landsins, staðháttu og þjóöháttu aö fornu og nýju.
Er óhætt að segja, að fremur fáir menn eru fróðari i
þeim efnum eða færari til að koma útlendum ferðamanni
í skilning um alt þaö, sem fyrirhugað er í slíka fjöl-
fræði-ferðasögu, en einmitt ögm. Sigurðsson.
Líklega er hann nú allra manna kunnugastur vegum
Islands, — bæði vegum og óvegum um sveitir og fjöll.
Mun enginn núlifandi manna hafa ferðast eins mikið
um landið og hann. í sögu landsins og íslenskum fræðum
er hann prýðilega að sér, auk þess sem hann hefir ágæta
mentun í almennum fræðum og æfingu kennarans og
fimleik í að bregða henni fyrir sig, þegar á ríður. ögm.
Sigurðsson kennari mun hafa ráðist í ferð þessa að til-
hlutan ýmsra þeirra manna, er annast láta sér um fræðslu-
málin í landinu. Þeim fanst það þess vert, að hann færi
vestur hingað, til þess að kynna sér fræðslumál hér
vestan hafs, bæði i Bandaríkjunum og Kanada, og vita,
hvort hann yrði ekki einhvers fróðari, er komið gæti að
notum i þeim efnum á ættjörðu vorri. Breyting á fræðslu-
lögum landsins liggur í lofti. Skólum landsins þykir
þurfa að breyta, til þess að fá eins fjölhæfa menn og
unt er til að gefa sig við alþýðufræðslu. Barnaskólar
eru nú komnir á með föstu skipulagi í kaupstöðum. í sveit-
um er víðast hvar farandkensla. Skólahaldið stendur yfir
i föstum barnaskólum hálfan áttunda mánuð. Skólaskylda
er lögleidd um aldursskeiðið frá 10 til 14 ára.
Þegar eg átti tal um þetta við Ögmund kennara kvaðst
hann eiga mikið eftir að kynna sér hér í Manitoba. Hann
hefði til dæmis ekki kynt sér kennaraskólann og ekki
C 0 11 e g i a t e skólann hér í bænum.