Skuggsjá - 01.01.1917, Blaðsíða 19

Skuggsjá - 01.01.1917, Blaðsíða 19
ina höltlum vér betur en par er títt, en stórhátíðir ekki eins vel, hvorttveggja fyrir áhrif þjóðlífsins hér, og tví og þrí- heilagt höldum við ekki. Helgisiðum höf- um við nokkuin veginn iialdið, og hefð- um átt að lialda meðöllu. Sú alda fluttist hingað um eitt skeið frá Islandi, að helgi- siðirnir væri sönnum kristindómi Islend- inga IÞrándur í Götu og fyrir því yrði þeim öllum að umturna. En vitaskuld var það afar-mikill misskilningur. Allmörg ættarnöfn liafa menn tekiðsér og noklcuð af handahófi, án nægilegrar þekkingar á eðli tungnanna, bæði ensk- unnar og íslenzkunrtar. Það er því miður ekkert nytt í sögu Islendinga, þó margir sé fremur óvandir og lítið smekkvísir í nafnnvali. Hvað eftir annað liefir langur listi af reglulegum skrípanöfnum verið birtur á Islandi öðrum til viðvörunar. Mikill fjöldi íslenzkra mannanafna er út- lent og mörg dönsk Ættarnöfn hafa margir heldri manna þjóðar vorrar tekið sér þegar fyrir .'öngu og sniðið helzt, eftir dönskum fyrirmyndum. Jónsson hefir orðið Jolinsen og þótt fínt af því það var danskt. I hópi Islendinga hér vestan hafs hefir verið gert úr því .1 o h n s o n , og þá minna afbakað. Naumast er ástæða tii að víta alþ/ðu manna harðlega fyrir það, sem höfðingjarnir hafa haft fyrir henni. Ur Jðnsson, saklausum landanum, hefir jafn- vel verið skapaður hárómverskur J o n - s o n i u s . Ur Olafsson 0 1 a v i u s og Olsen. Ur Sigurðsson S i e v e r t s e n og Sivertsen. Ur Hjartarson Hjört- m a n n . Ur fJórarinssou T h o r a r e n - sen. Ur Uorkelsson Therkelín og T herkeisen . Ur Ormsson V o r m . Ur íslenzkum örnefnum hafa all-mörg ættarnöfn verið smíðuð. Óef jord úr Eyjafjörður, Vidalin úr Víðidalur, Kiernested úr Kjarni, Skógalin úr Skógar, E s p ó 1 í n úr Espihóll, E f - fersöe úr Örfirisey, Snókdalín úr Snóksdal, Fjeldsted úr Fjall, Briem úr Brjánslæk, Bachmann úr Bnkki, V i d ö e úr Viðey, B I ö n d a 1 og B 1<> n - dahl úr Blöndudalur, Blander líklega úr Blanda og mörg fleiri. Sá síðastnefndi var ekki meira en hreppstjóri, en hinir flestir höfðingjar og glæsimenn og æðstu embatttismenn þjóðar vorrar. Goodman- son er óviðfeldið, en er Gud m u n dsen nokkuð betra eða íslenzkulegra meðfyrsta og síðasta atkvæði á dönsku? Eitt sinn skrifuðu allir heldri Stefánar áíslandi sig Stephán, eða Stephan að eins, og allar heldri Sotfíur skrifuðu sig Sophia; það var svo miklu fínna. Ein helzta ætt þjóð- ar vorrar ber enn nafnið Stephensen. Er þá ekki öldungis eðlilegt þótt hér sé Is- lendingar, sem nefna sig Stevens og Ste- phenson eða Stephanson? Flestir þeirra, er borið hafa þessi útrænu ættarnöfn, hafa verið þjóðarpryði, og íslenzkir menn í húð og hár. Mér er ekkert ver við þjóðerni mitt, sakir þessara útlenzku heita, miklu fremur betur. Eg ber ekkert minni lotn- ingu fyrir því. Deir ágætismenn, sem borið hafa þessi ættarnöfn, standa betur auðkendir í huga minum fyrir bragðið. Sagan verður skemtilegri og tilbreytilegri í huga mínum vegna þessara ættarnafna, þó útlendu áhrifin sé auðsæ. Uau rísa eins og klettar úr hati. Annars skal ekki lengra út í nafnbreyt- ingar þessar farið. Eg er alls ekki að mæla þeim bót. Eins og eðlilegt er, hafa þær eigi ávalt verið gerðar af mikilli þekkingu né smekkvísi. t>au- hafa lengi loðað við þjóðerni vort og tungu vorri kann að hafa verið sýnt. nokkurt gjörræði með þeim. En að gjörræðið verði nokkuð háskalegra eða tungu vorri nokkuð meiri ósómi með því s/ndur, þó íslenzkum nöfnum sé snú- ið á ensku en á dönsku eða latínu, þaðfai eg ekki skilið. Nafnbreytingarnar, þó ófimlega hafi oft og einatt tekist, hér vest- an hafs, eru enga vitund lakari en þær, sem lengi hafa verið í hávegum hafðar með þjóð vorri, og er barnalegt og ósann- gjarnt að leggja okkur sérlega mikið til lasts. Yfirleitt eru þau ættarnöfn, sem

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/527

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.