Ungi hermaðurinn - 01.09.1908, Blaðsíða 3

Ungi hermaðurinn - 01.09.1908, Blaðsíða 3
Ungl hermaðurlnn 67 »Nú, góða mín, það gjörir ekkert til, hve margar hindranir verða á vegi þín- um eða hvað mörgum erfiðleikum þú mætir, ef þú að eins heldur í silfur- þráðinn gengur alt vel. Vertu sæl, sleptu aldrei þræðinum fyr en þú ert komin til húss föður þíns«. Svo kysti hún litlu stúlkuna og hvarf. Þetta er skemtilegur og ágætur veg- ur, sagði litla stúlkan við sjálfa sig, og það var hann líka. Hann var græun og sléttur; öðru megin rann tær og hreinn lækur og á bökkum hans spruttu alls konar blóm. Þegar litla stúlkan varð þreytt að ganga, lagðist hún niður ( mjúka grasið og sofnaði sætt og vært; en ætíð hólt hún silfurþræðinum í hendi sér. »Slepti hun þá aldrei þræðinum?« spurði Jens litli. Eg verð að segja eins og var, að því miður gerði hún það, svaraði bókavörð- urinn. í fyrsta sinn sem hún slepti honum var það með þessum hætti: Frh. Litla brauöiö. Þýtt af Jórunni Bjarnndóttur, Rvk 14 ára. Það var einu sinni í mikilli hungurs »eyð, að ríkur maður leyfði fátækustu börnunum í bænum að koma heim til sin, og hann sagði við þau: Hérna stendur full karfa af brauð- um. Hvert ykkar má taka eitt brauð °g þið megið korna aftur á hverjum degi, þangað til Guð gefur betra ár- ferði. Börnin þyrptust óðara kring um körf- una °g kíttu og riíust út af brauðun- um, af því öll vildu fá stærsta og fallegasta brauðið; og loks fóiu þau svo burt, að þau þökkuðu ekki fyrir sig. Það var bara hún Fransiska litla ein, sem mundi eftir að þakka fyrir sig. Hún var fátæk, en þó þrifaleg. Hún varð að standa álengdar; þess vegna fekk hún minsta brauðið sem í körfunni var. Hún kysti á hönd sína og veifaði henni til góða rnatinsins, og gekk síðan stilt og prúðlega heim til sín. Næsta dag hegðuðu börnin sér eins heimskulega, og Fransiska fekk þá brauð, sem var varla helmingur á við hin brauðin. En þegar heim kom og mamma henn- ar braut brauðið í sundur, þá komu út úr þvr margir silfurpeningar. Mamma hennar varð hrædd og sagði: — Farðu undir eins aftur með pen- ingana, því þeir hafa auðsjáanlega lent þarna af ógáti. Fransiska gjörði eins og mamma hennar sagði henni. En örláti auðmaðurinn sagði við hana : — Nei, það var ekkert ógát. Eg hefi látið leggja peninga innan í minsta brauðið til þess að umbuna þór, góða barn. Eg vildi að þú gætir orðið glöð og ánregð. Sá sem heldur vill fá minna — þó án peninga só — en að kíta um hið stærra, mun ætíð færa blessun heim til sín. Kæru börn, verið ekki eigingjörn. Kærleikurinn leitar ekki launa. Kærleikurinn gleðst þegar öðrum farnast vel. Biðjið Guð um að úthella kærleika sínum í hjörtu yðar með heilögum anda og þið munuð verða sæl; því yðar mesta gleði er að gjöra aðra sæla. Kærleikslaunin eru innifalin í sjálf- um kærleikanum.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.