Ungi hermaðurinn - 15.07.1910, Side 6

Ungi hermaðurinn - 15.07.1910, Side 6
54 Ungi hermaðurlnn. D/ravinurinn segir frá, að þegar garðeigandinn Hermann Hermannsen í Floes einu sinni gekk lieim til sín, mœtti hann gömlum hesti, er með hægð kom gangandi eftir veginum. Hermann- sen gekk á eftir honum þar til hann nam staðar við hesthúsdyr Marínusar Markúsens, sem þegar kannaðist við hann. Hann hafði nefnilega selt hestinn næstliðið haust manni nokkrum í Ryom- gaard, en hesturinn á eitin eða annan hátt sloppið og lagt á stað ntargar mílur vegar til átthaga sinna í Floes. Frá skrifborði adjutantsins. Kæru börnin mín og lesendur U. H., nú höfum við fengið suntar með snlskini og hita, blómsturilm og fuglasöng, sent alt er svo indælt, og gleðjumst við öll af því. Börnin fá nú að leiku sér í sól skininu; hinir ungu geta drukkið hið hrcina loft á löttgum göngum, eða hver veit kanske sjóferðunt, þegar erfiði dags- ins er lokið og á sunnudngum. Hinir öldruðu og veiku geta nú kontið út í sólina, ef ekki lengra, þá út í garðinn, en — því það er vissulega spnrsmál — bara að enginn taki á móti hinu góða, en gleymi hinum góða, sent gaf oss það. Við megurn ekki gleðja oss yfir gjöfun- um og gleyma gjafaranunt; við megum ekki setja skepnuna hærra en skaparann. Við eigum ætíð að muna eftir, hvað við þurftum lítið að hafa fyrir því að fá það. Guð gaf það, og hæglega getum við mist það aftur, því Gttð getur tekið það aftur frá oss, og hann mun gjöra það, ef við gleymum honum og erum vanþakklát gagnvart honum og hvort við anitað. Látum oss öll þakka Guði og vera góð! Frá adj. Hansen í Danmörku hefi eg fengið bróf, og skrifar hattn: Kveðju sína senda börnin oft, og meðan þau eru að leika sór syngja drengirnir: Eldgamla ísafold ástkæra fósturmold fjallkonan fríð, en Snjófríð syngur: Sigga litla systir mín situr úti í götu. Eða þá: Fyrir lambsins blessað blóð búum oss í sigurmóð; fram, fram íslands unga þjóð, vinnnm einhuga nú fyrir Jesú. Megi Guð blessa gamla og unga ísland. * Kommandör Lucy Booth Hellberg, hittn nyi yfirforingi danska Hjálpræðishersins skrifar: Kæru börnin mín ! Vitið þið að það er vani minn að segja við fólkið alstaðar þar sem eg kem, að eg vildi gjarnan hafa stórt hjarta, svo að þar væri rúm fyrir stóran hóp af fólki. Það ætti náttúr- lega að vera rúm fyrir Hershöfðingjann og mítta nánustu, auðvitað nóg rúm fyrir sntábörnin mfn 3 á jörðunni og hin 3 í himninum. Þar að auki stórt rúm fyrir alla foringja og hermenn, og það ætti lika að vera fallegur og góður staður fyrir hin kæru smábörn. Eg bið fyrir yður og trúi fyrir yður, að þið megið vera góð börn — góð á meðan þið eruð smá og góð þegar þið verðið stærri. Það er svo gott að vera góð. Við vonum, að við í næsta blaði get- um flutt lesendum vonum mynd af kommandörnum. í þetta sinn höfum við þá ánægju að flytja mynd af sunnudagaskóla vorum í Reykjavík.

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.