Ungi hermaðurinn - 15.07.1910, Qupperneq 7

Ungi hermaðurinn - 15.07.1910, Qupperneq 7
Ungi hermaðurlnn. 55 Fallegur hópur! Ekki? Þó er nú enn rúm fyrir fleiri! Þið börn, sem ekki gangið í nein sunnudagaskóla, œttuð að koma til okkar — hvern sunnudag kl. 2. Viljið þið það? Við höfum hugsað okkur að fara skemtiferð í sumar til — — já, eg má ekki segja meira núna. En, börn, verið þið á gægjum. * * * Það var gleði fyrir mig að sjá tvo barnahermenn á Akureyri. Mætti guð varðveita þær svo þær yrðu dugleg- ar stríðskonur. Hór í Reykjavík vonum við innan- skamms að geta vígt nokkra barnaher- menn. Alt fyrir Jesúm og honum ölldýrðin. •* * * Haltu fast! Við hvað á eg að halda fast? Við Jes ú orð! Sjá eg er með yður alla daga, alt til veraldarinnar enda. Ó, en það er svo erfitt þegar eg freistast og þeg ar börnin spotta mig vegna þess að eg hefi byrjað að biðja Jesúra, þá finst mér eg vera svo einn. En þú ert ekki einn. Drottinn er nálægur þeim sem ákalla hans nafn. Gjörir þú það? Þú veizt að Guð sór þig, þú finnur augnatillit hans þegar þú gerir það sem er rangt. En guð sór ekki einungis ranglæti, hans auga hvílir á þór, þegar þú ert í neyð og þessa hugsun skaltu halda þór fast við. Misskilningur Lottu. Lotta, ert þú góð stúlka? Já, mamma! Eg spurði af þv.í eg hefi talsvert gott í vasanum, en það er einungis handa góðum börnum. Eg er viss um að eg hefi verið góð, mamma, hvað hefir þú í vasauum handa mér? Aður en eg segi þór það, verð eg að vera viss um að þú hafir verið gott barn í allan morgunu. Jæja, mamma; eg liefi gert altsemþú hefir sagt mór og er það ekki að vera gott barn? Hvað sagði eg þór að gera? Þú sagðir mér að læra eina blaðsíðu í laudafræðinni og það hefi eg gert. Fullkomlega? Já, mamma, alveg rótt. Eg ska! hlyða þór yfir bráðum — hefirðu annars gert nokkuð? Já, eg hefi faldað aðra hliðina á hand- klæðinu og það var iangur saumur. Mamma, gefðu mér nú gott úr vasa þín- um! Mór heyrðist áðau, þegar eg var burtu, að litla stúlkan mín gerði eitfhvert hræðilegt uppistand. Heyrðist þór það, mamma? eg held það hafi ekki verið eg. Hvaða hávaði var það, mamma? Það var eins og litla stúlkan stappaði í gólfið og kallaði með frekju: Eg vil, eg vil. Heldurðu að það hafi verið hún Lotta litla? Lotta varð niðurlút og hún roðuaði í því hún sagði: Já, mamma mín, það var eg. Og heldur þú að þú getir þá heitið gott barn? Nei, mamma mín.

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.