Ungi hermaðurinn - 15.05.1912, Blaðsíða 2

Ungi hermaðurinn - 15.05.1912, Blaðsíða 2
54 Ungl hermaSurlnn. Hanagal endnrminninganna. Hugur minn hvarflar aftur í tímann, til fyrstu bernskuára minna. Þegar eg var hór um bil fjögra áragömul, var eg vön a8 leika mór í inndœlum, stórum garði, með öðrum börnum f sama hús- inu. Eg man ennþá bvo glögt, hvernig við komuro þangað með dótið okkar; hver kom með sínar brúður. Þar að auki átti Dagmar vöggu, Agnes brúðu vagn, Etel nokkra smábolla og eg átti lítið borð og stól og j'ms önnur leik- föng. Auk þess höfSum við nokkur skamel og ymsa aðra muni, sem okkur fanst viS eiga í leikjunum, og þegar svo mæður okkar, sem oft kom íyrir, höfðu gefið okkur nokkra aura að kaupa fyrir, þá geti þið hugsað ykkur, að við gát- um leikið okkur, og það gerðum við líka. Við lókum: pabba, mömmu og börn, kaupmann, gestakomu og margt fleira. Já, það var reglulega gaman. Seinna, þegar eg varð stærri, fór eg oft út í þenna garð, til að rifja upp endur- minningarnar. Og þá stóð það alt svo lifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Þó skeði það þá, eins og svo oft ennþá meðal barna, að leiknum hætti snögg- lega, annaðhvort af því við urðum ósátt um eitt eða annað, eða þá að eitthvert okkar fór, sem maður segir, í fylu, og þetta seinna kom ekki svo sjaldan fyrir mig. Hin börnin sögðu að minsta kosti að eg færi í fýlu, þegar eg, einmitt þeg- ar leikurinu stóð sem hæst, endilega vildi fá dótið mitt og fara inn. Enginn vissi af hverju; eg sagði það sem só aldrei, en eg vissi það vel sjálf. Og af hverju haldið þið að það hafi verið? Ja, það getið þið heldur ekki vitað neitt um. Eti nú skal eg segja ykkur það : í garðinum voru nokkur hænsni, og þegar það kom fyrir að haninn fór alt í einu að gala, þá kom yfir mig einhver undarleg tilfinning. Eg get enn þann dag í dag ekki skilið af hverju þetta var, en eg hefi oft síöan hugsað um, að börnin voru ekki alveg laus við að gera mór órótt, þegar þau án umhugsunar dæmdu mig, án þess að leita að ástæð- unni fyrir minni óskiljanlegu, undarlegu framkomu. Eg var yngst þeirra allra, og hefði að eins eitthvert hinna eldri reynt að skilja mig og hjálpa mór yfir þessa hræðslu, eða hvaða tilfinning sem það nú var, sem kom yfir mig, þá mundi eg vissulega ekki oftar hafa spilt þeirra góðu leikjum. Og það var heldur ekki ætlun mín. En það var hanagalið, sem var orsök í þv/. Oft, þegar eg heyri hana gala, leitar hugur minn aftur til þessara æskudaga. Tvent vildi eg gjarna að þú, kœri, litli vinur, gætir lært af þessum mínum æHku endurminningum. í fyrsta lagi: dæmdu ekki önnur börn og hrintu þeim ekki frá þór, þótt þór finnist þau und- arleg og kyrlát, en reyndu heldur með vinsemd og hjálpfysi að ná trausti þeirra, og þú munt þá finna, að það gjörir barn- inu gott að finna að þú skilur það. Og oft munt þú finna, að hin undarlega fram- koma þess er sprottin af alt öðru en þú bjóst við. Taktu því sérstaklega eftir litlu, feimnu stúlkunum og drengj- unum, og hjálpaðu þeim, eftir þvi sem þú getur. í öðru lagi vildi eg að þú hugsaðir um vald endurminninganna. Þessi atburöur í æsku minui, minnir oss á annað hanagal, sem kom manni nokkrum til að gráta beiskum iðrunar- tárum. Þú veizt að þesai maður var Pótur, sem í einlægni hafði lofað að

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.