Ungi hermaðurinn - 15.05.1912, Blaðsíða 6

Ungi hermaðurinn - 15.05.1912, Blaðsíða 6
38 Ungi hermaðurinn. kinnum og hún sagði : María, þú skalt ekki vera neitt hrœdd, — þegar Jesús kemur skaltu bara sýna lionum hendur þínar. Kæru börn,' munið eftir því. að hvað sem er gjört við einn af Jesú minstu lærisveinum, það reiknar hann sér sjálf- um gjört. Litla stúlkan og járnbrautarstjórinn Maður nokkur, sem var á ferð með járnbraut í Ámeriku, segir frá eftirfylg- jandi viðburði: Vagnlestin var á vestur- leið og komum vér að kvöldi dags að einum vagnstöðvunum. f>ar steig lítil stúlka, hér um bil 8 ára gömul, inn í leBtina með lftinn böggul undir hendinni. Hún gekk hiklaust inn og settist niður, og horfði í kring um sig með þreytu- legu viðmóti, en þar var enginn, sem hún þekti. Hún leggur böggul sinn niður og ætlar að halla sór út af; þá kemur vagnstjórinn að taka á móti far- biófunum hjá farþegunum, sem síðast komu inn í lestina. Hún spyr vagn- stjórann hvort hún mætti leggja sig þar út af og leyfði hann henni það, en spyr hana um leið kurteislega: Hefurðu far- bréf? Nei, sagði hún. Hvert ætlarðu? spyr hann. Eg ætla til himnaríkis, svaraði barnið. Hver borgar fyrir þig ? Þá byrjaði hún mál sitt á þessa leið: Fer ekki þessi vagnlest til himnaríkis og ferðast ekki Jesús með núna? Vagn- stjórinn svaraði: Eg held ekki, vegua hvers heldur þú það? Vegna þess, herra, svaraði barnið, að áður en móðir mi'n dó, þá söng hún oft fyrir mig um him- neskan brautarveg, og mér virtist þú vera svo góðmannlegur, að eg hugsaði, að þetta væri vegurinn, sem móðir mín söng um, hún söng um Jesú og hinn himneska brautveg, og að Jesús hefði borgað farbrófið fyrir alla. En nú syng- ur móðir mfn ekki framar fyrir mig, enginn syngur nú fyrir mig, svo að eg hugsaði, að bezt væri, að eg færi til mömmu minnar. Herra, syngur þú ekki fyrir þína litlu stúlku um brautveginn, sem liggur til himnaríkis; átt þú ekki litla stúlku? Vagnstjórinn gat nú ekki varist tárum og svaraði: Einu sinni átti eg litla stúlku, en ekki núna, hún er dáin fyrir nokkru síðan og komin ti) himnaríkis. Fór hún með þessari braut? spurði litla stúlkan, og ætlar þú að fara að sjá hana núna? Allir, sem voru í vagninum, vorn þegar staðnir upp og margir af þeim grétu. Það er alveg ómögulegt að útmála slíka sjón. Sumir hrópuðu: Guð blessi litlu stúlkuna! Nokkrir sögðu: Hún er engill! Já, sagði litla stúlkan, mamma sagði mér að eg yrði engill einhverntíma, svo sneri hún sór að vagnstjóranum og spurði hann: Elskar þú ekki Jesúm? Ef þú elskar hann, þá mun hann leyfa þór að ferðast til himnaríkis með sinni brautar- lest, eg ætla þangað og eg óska, að þú vildir vera með mór, eg veit að Jesús vill hleypa mór inn þegar eg kem til himnaríkis, og hann mun einnig hleypa þór inn og öllum, sem ferðast á hans braut, já öllu þessu fólki -- óskið þór ekki að sjá himnaríki og Jesúm og stúlk- urnar yðar? Þessi orð hennar komu af nýju tárunum fram í augun á hitium djúpthrifnu áheyrendum, en þó sórstak- lega kom það út tárunum hjá vagnstjór- anum. Sumt af ferðafólkinu var nú þegar komið á hinn himneska brautar* veg, þ. e. þar voru frelsaðir menn og

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.