Ungi hermaðurinn - 15.05.1912, Blaðsíða 3

Ungi hermaðurinn - 15.05.1912, Blaðsíða 3
Ungl hermaðurinn. 35 fylgja sínum elskaða meistara tii riauð- ans, en yfirgaf hann samt, þegar á átti að herða. Þú veizt líka, að seinna fylt- ist Pétur heilögum anda og vitnaði með krafti um hinn upprisna frelsara, og með hugrekki lót krosspesta sig fyrir trú sína. En vissulega hefir oft á þessum hans sigurdögum hanagal komið honum til að minnast þessa óttalega augnabliks í lífi bans, þegar lausnarans alvarlega, en þó meðaumkunarfulla augnatilliti var beint til hans; og þessar endurminningar hafa þá á ný fylt sálu hans kvölum og kom- ið tárunum í augu hans, þótt hann vissi, að það var löngu fyrirgefið. Þetta er vald endurminninganna, og þannig hefir þú og eg margar endur- minningar, sumar bjartar og góðar, sem okkur er ljúft að minnast, — aðrarsem fœra okkur sorg. Þessar síðari átt þú, litli vinur, að reyna að varast. En þú hefir ef til vill þegar reynt, að þú getur það ekki. Það eru endurminningar, sem orð, staðir og blutir vekja hjá þór, þó að þú helzt viljir gleyma þeim. — — Endurminn- ingar um óhlýðni, af því þú helzt vildir gjöra þinn eigin vilja. Endurminning- ar um kærleikssnauða breytni við félaga þína, af því að þú varst ráðríkur. — Endurminningar um reiðiorð, af því þú gast ekki stjórnað sjálfum þér. Það er ayndin, sem nú þegar á þínum æsku- árum hefir fengið vald yfir þór, og sjálf- or getur þú ekki sigrað hana; en þú gctur, alveg eins og þú ert, farið til hins krossfesta frelsara, sem dó til að fyrirgefa syndina og gefa þrek til að sigra hana. Hann var sjálfur eitt sinn barn eins og þú. Þess vegna getur haun svo vel skilið þig og með haun sem fyrir- mynd getur þú lært að breyta rótt í öll- nm hlutum. Hann segir í sínu orði: Læriðafmór, því eg er hógvær og af hjarta lítillátur. Og það getur þú með hans hjálp líka verið, hógvær, en ekki reiðigjarn, auð- mjúkur og lítillátur, en ekki framhleyp- inn, vingjarnlegur og hjálpsamur, en ekki dæmandi, leitandi við að gleðja aðra, þó þú verðir að afneita sjálfum þér. Jesús fór um kring og gjörði gott. — Viltu ganga í hans fótspor 1 Hann var hlýð- inn alt fram i dauðann á krossinum. Þetta er það, sem vór minnumst á páskahátíðinni, og það væri óskandi að þú mintist þess ekki að eins sem fall- egrar sögu, heldur iétir það opna hjarta þitt fyrir honum og koma þór til að ganga á hans vegum. Þá mun hann verða ljós þitt, og líf þitt mun verða auðugt af fögrum endurminningum. ------♦----- Yið sóttarsæng bróður síns. Fátækt heimili i H. Móðirin var dá- in fyrir einu ári síðan af berklum, og faðirinn var einn af þeim, sem tók sór lifið ekki svo nærri, eins og maður segir. Hann hafði nóga vinnu og þónaði pen- inga, en eyddi þeim öllum sjálfur, svo börnin höfðu ekkert að lifa af, utan það sem Guð og góðir menn og konur gáfu þeim. Sem betur fór voru það að eins tvö systkini, María og Páll. María var 4 árum eldri en bróðir hennar. Þess vegna varð hún ekki að eins að vera stór syst- ir, heldur einnig að ganga í móðurstað, sem að ekki altaf var jafn lótt. Fyrir utan matargjörð varð hún oft að þvo þvotta og bæta föt, þvogólf, loft o. s.frv, [Framhald d bls. 37/.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.