Ungi hermaðurinn - 15.05.1913, Blaðsíða 8

Ungi hermaðurinn - 15.05.1913, Blaðsíða 8
40 tJng) hermaSurlnn. henni aftur, gengur ekki œtíð svo greið- lega, og þess vegna hefi eg nú hugsað mór, með Guðs hjálp að reyna að láta það vera að leggja peninga eða aðra fé- mæta muni í hana oftar. Söng-var. Lag : Eldgamla ísafold. Eitt hef eg örugt skjól, Ein vermir kærleikssól Við krossinn Krists; Þar sál mín óhult er, Ekkert fær grandað mór, Hvað sem að höndum ber Hjálpin er viss. Þar fæ eg hvíld og frið, Þar hrópa eg og bið Og fögnuð finn; Þar helgast hjarta’ og sál Þar hljómar sannleiksmál, Þar tendrast trúarbál Til hjartans inn. Þar er Guðs hús á jörð Heilög Guðs barna hjörð Friðkeypt og frí; Syngjandi aigurljóð Sonar Guðs fyrir blóð Að hljóti hver ein þjóð Hjálpræði’ á ny. Ó, Jesú, ástvin minn, Ávalt við krossinn þinn Eg vera vil. Blessaða blóðið þitt Blæði um hjarta mitt Unz kem eg hrein og kvitt Himinsins til. Lag: Jeg vil synge om min Ven, den bedste. Eg vil syngja um minn vininn bezta, Er mig leiðir lífs um hála braut, Hann mitt athvarf er og sælan mesta Og örugg hlíf í hverju stríði og þraut. Kór: Lofgjörð hljómi há mór hjarta og munni af Houum, sem að hlutdeild mór í himin- sælu gaf Studdur hans við hönd eg hræðist ekki grand, Þv/ hann leiðir mig á lífsins land. Það er sælt þar athvarf víst að eiga, Er allar vonir bregðast huga manns. Það er sælt sitt höfuð hneigja mega Til hvíldar þreytt að brjósti frelsarans. Suunudagaskólalexiur. Sunnud. 11. Mai Post. 2, 36—47. — 18. — Lúk.6, 46—49. — 25. — — 7, 1-10. — 1. Júní — 7, 11—17. — 8. — — 7, 36-50. Útg. og ábyrgðarm. N. Edelbo. Isafoldarprentsmiöja.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.