Ungi hermaðurinn - 01.10.1914, Síða 6
78
Ungl hermaðurlnn.
Ættjörðin krefst þess af hverju barni
sínu, að það leggi höndina á plóginu í
öllum framfaramálum hennar.
Legg hönd á plóginn ! Vinn að hverju
verki, sem verða má á einhvern hátt til
góðs.
(Æskan)
Þegar hjágnðirnir voru
eyðilagðir.
Kristinn maður einn á Indlandi kom
á heiðingjasamkomu, og heyrði prédikar-
ann segja í rœðu sinni: Það er í aug-
um uppi, að trúarbrögð vor eru í aftur-
för og að kristin trú er að sigra.
Og fyrir nokkru síðan sagði einn fram-
úiskarandi ræðumaður við alþektan
kristniboða: Vór sem nú erum gamlir,
verðum það sem vér erum, en börn vor
og niðjar þeirra, það verðut kristið fólk.
Nuvani ofursti skrifar frá Suður Ind-
latidi, að enn eitt heilt sveitaþorp hafi
gefið sig á vald Hjálpræðishernum, sem
hafði um nokkurn tíma haft þar flokk-
stöðvar í nánd við þorpið, en fyrir
skömmu fékk ofurstinn boðskap frá öll-
um heldri mönnum þorpsins, um að
bærinn væri samhuga um það, að yfir-
gefa sinn forna heiðindóm og taka kristna
trú, og allir ó^kuðu eftir, að ofurstinn
vildi sem fyrst senda þangað fyrirliða,
sem þegar byrjuðu reglulegt kristuiboð
á meðal þeirra.
Askoruninni var þegar gaumur gefinn,
segir ofurstinn, og vór tókum oss göngu
þangað, hór um bil 50 fyrirliðar og for-
ingjaefni, og það var í sannleika áhrifa-
jnikil stund,
Yfirmenn þorpsins lögðu fram skrifleg
tilmæli sín og fullvissuðu oss um að það
væri vilji allra þorpsbúa, að kasta heið-
inni trú, og að þeir óskuðu sameigin-
lega, að þangað væru sendir þeir menn
sem væru færir um að kenna þeim hin
róttu og hreinu kristilegu trúarbrögð.
011 nöfn þessara þorpsfyrirliða voru
upp lesin. Þorpið hefir 230 íbúa.
Eftir þessa samkomu eyðilögðum vór
alla hjáguði þorpsbúa; þeir voru 14 að
tölu. Það gerðist með hinni mestu spekt
og án allra tálmaua frá hendi þorpsbúa.
Þar er engin kirkja, en samkomusalur
verður reistur þar sem fyrst. Mörg önn-
ur sveitaþorp hafa nú fylgt dætni þess-
ara þorpsbúa.
Kristin skipshöfn.
Það er ekki svo fátítt, að öll skips-
höfnin á einu skipi só kristin, undan-
tekningarlaust, alt frá skipsdrengnum
og það upp að skipstjóranum. Þó vakti
þetta mikla undran og eftirtekt, að
þannig mannað skip kom til New York
fyrir skömmu. Það kom nefnilega frá
Fitsjíeyjum í Astralíu eyjahafi, og öll
skipshöfnin þar innlend. Það hafði far-
ið 13000 enskar mílur á 65 dögum og
var hlaðið einkennilegum Suðurhafseyja-
afurðum. Það eitt fyrir sig vakti mikla
eftirtekt. En þó þótti hitt enn merki-
iegra, að öll skipshöfnin var kristin, og
var þó þar innlend og uppalin, og af-
komendur — börn og barnabörn —
heiðingja og mannæta.
Þessi skipshöfn sýndi sig að vera
mikið trúaðir og siðfarðisgóðir menn.
Þeir höfðu reynst rösklr og duglegir