Ungi hermaðurinn - 01.09.1916, Qupperneq 2
tTngi hermaSurlnn.
66
fundarhalda. Oft hefir Hjálprœðisher-
inn haldið fundi þar þegar mikil al-
þjóðamót hafa háð verið í Lundúnum.
Vlð eitt slíkt tækifœri lók lúðrasveit
»hormanua frá London«, sem ekki voru
færri menn í en 3500.
Leiga hallarinnar einn einasta dag
kostaði þá 18 þúsundir króna, en þann
dag komu líka þangað 120 þúsundir
manna; enda voru þar haldnir margir
fundir í hinum ýmsu vistarverum
ballarinnar.
Alt er þak hallarinnar úr gleri, og
er það mjög í frásögur fært bversu
hinar miklu hvelfingar sóu fagrar á
að líta.
Öllum, sem til Lundúnaborgar koma,
ber saman um það, að vel só ómaks-
ins vert að skoða kristallshöllina miklu.
Hin nýju augu.
Eftir
frú oberst P o v 1 s e n.
Auga þitt er lampi lík-
amans; þegar auga þitt
er hellt, þá er allur lík-
ami þinn í birtu; en só
það sjúkt, þá er og allur
líkami þinn f myrkri.
(Lúk. II, 34).
Það eru mörg ár síðan eg fyrst
heyrði söguna um hin nyju augu, en
á hverju nýári kemur hún aftur í huga
minn. Sumir sem hafa heyrt hana
■ segja: »Láttu hana berast«. Hór er
hún þá:
Við gluggann í hinu stóra Bkemti-
léga eldhúsi sat bóndakonan nýársnótt,
alein og starði út í snjóinn sem tungl-
ið varpaði bláhvítri birtu yfir. Allir
aðrir voru gengnir til hvíldar og nú
fyrst gat hún fengib að vera svolitla
stund f næði. Hún hugsaði. — Henni
fanst lífið löng og þreytandi ferð —
strit og áhyggjur, vonbrygði og mæða
seint og snemma — sjaldan annað.
Vinnustúlkurnar svikust um ef hún
leit af þeim. Börnin voru heldur ekki
eins og þau áttu að vera; þau gleymdu
skyldum sfnum, eyddu tímanum til
ónýtis og höfðu meiri löngun til þess
að leika sór en að vinna.
Og maðurinn hennar! Já, hann var
nú góður á sína vísu, en þögull —
upptekiun af sínu eigin. Aldrei gat
hún talað við neinn — aldrei neinar
uppörfanir!
Meðan hún sat þannig og hugsaði
um alt hið mótdræga, fanst henni alt
í einu sem hún sæi fagra veru mynd-
ast úr geislunum sem tunglið sendi inn
til hennar og staðnæmast fyrir framan
sig. Hún sá að það var engill.
»Eg er kominn«, sagði engillinn,
»til þess að færa þór nýársgjöf, sem
gjörir þig glaða«.
»Hvað getur það verið, sem gjörir
mig glaða«, spurði bóndakonan, »eg
vænti mór einkis góðs framar f lífinu«.
»JÚ,« svaraði engillinn, þessi »gjöf
mun breyta öllu Iífi þínu; e g f æ r i
þ ó r n ý a u g u«.
Sýnin hvarf, og bóndakonan stóð á
fætur. »Hvaða vitleysa er það, sem
mig hefir verið að dreyma«, hugsaði
hún, svo fór hún að hátta og lagðist
til hvíldar andvarpandi.
Er hún snemma morguninn eftir
kom fram í eldhúsið nam hún staðar
og horfði f kringum sig. Það var sóp-
að og prýtt, það sauð á fægðum kaffi*