Ungi hermaðurinn - 01.12.1917, Page 2
90
Jóla- Ungi Hermaðurinn.
Kært barn hefir mörg nöfn.
IT T af því sem foreldrar
þínir hafa svo gott vit á —
því þú veizt að það er svo margt,
sem foreldrar þínir skilja og geta,
sem þú hefir ennþá ekkert skyn-
bragð á — er það að gefa börn-
unum sínum góð og falleg nöfn,
og sum af ykkur eigið bæði 2 og
3. Þegar þið voruð lítil, voruð
þið líka kölluð ýmsum öðrum
nöfnum, sem kölluð eru gælunöfn.
Þið sem eigið lítil systkini, hafið
eflaust tekið eftir hvernig foreldr-
ar ykkar ávarpa þau þegar þau
liggja í vöggunni eða í örmum
mömmu eða pabba, með nöfnum
svo sem ljóslokkur, bolla, yndið
mitt o. s. frv. Af hverju heldur
þú að foreldrar þinir og systkini
hafi kallað þig slíkum nöfnum?
Það var af því að þau glöddust
yfir þér. Þeim fanst þú vera það
bezta sem þau áttu, hin yndis-
legasta og elskulegasta vera sem
var til. Þá varstu góður, hreinn
og saklaus.
Nú langar mig til þess að segja
þér frá litlum dreng. Hann var
svona gott lítið barn og mörg
fögur nöfn bar hann.
Sjö til átta hundruð árum áður
enn hann fæddist í heiminn, var
uppi maður sem hafði þann hæfi-
leika til að bera, að hann gat séð
inn i framtiðina. Spámaður var
hann kallaður og Jesaja var hið
rétta nafn hans. Hann gat í anda
séð þennan litla dreng og sagt
frá ýmsum nöfnum sem þetta
barn, sem spámaðurinn segir um:
»Barn er oss fætt, sonur er oss
gefinn* átti að vera. Og aldrei
hefir nokkurt barn í heiminum
borið svo stór og þýðingarmikil
nöfn. Jesaja kallar hann: »Und-
ur«, »ráðgjafi«, »voldugur Guð«,
»eilífðar faðir«, »friðarhöfðingi«,
»Immanúel«.
Eg hygg að þið vitið öll hvaða
drengur það er sem eg ætla að segja
ykkur um. Það er hann, hvers
fæðingarhátíð vér nú höldum.
Þið hafið vist aldrei heyrt um
neinn dreng sem hefir verið kall-
aður
»Undur«.
En það var hann, og undur var
hann þegar sem smábarn í jöt-
unni og eins þegar hann 12 ára
gamall stóð uppi í musterinu með-
al lærifeðranna, sem undruðust
stórlega yfir skilningi hans og and-
svörum. Alt líf hans hér á jörð-
unni meðal mannanna barna var
eitt einasta undur, og undur er
hann enn þann dag i dag. Svo
var hann kallaður
»Rdðgjafi«.
Það er enginn til sem gefur
oss eins góð ráð eins og hann,
þessvegna skuluð þið sem eruð
ung ætíð ráðfæra ykkur við hann,
er þið ætlið að taka eitthvert al-
varlegt spor í lífinu. Sá drengur
og sú stúlka sem ráðfærir sig við
hann getur sagt með sálmaskáld-
inu Asaf: Þú leiðir mig meðráði
þínu og tekur mig upp í dýrðina
til þín«.
Næsta nafnið sem Jesaja gefur
honum er
woldugur Guð«.
Enginn getur mælt mikilleik
lians. Þegar vér lítum á alt í
kringum okkur, heiminn með öllu
hinu fagra landslagi, fjöllin, dal-
ina, árnar, hina miklu fossa, eins
og i föðurlandi mínu. Slétturnar,
hina gullnu j akra, dýrin á jörð-
unni og i sjónum, sólina, tunglið
og stjörnurnar, sem loga um alla