Ungi hermaðurinn - 01.12.1917, Page 3

Ungi hermaðurinn - 01.12.1917, Page 3
Jóla- Ungi Hermaðurinn. 91 himinhvelfinguna í miljónatali — þá Bkilst oss lítið eitt að sá sem hefir skapað alt þetta hlýtur að vera mikill í krafti og veldi. — Hann hefir ennfremur skapað mennina og á undursamlegan hátt myndað sérhvern okkar, og til þess ætlaðist hann, að vér yrðum endurskin af mynd hans. Svo heitir hann: vEilifðar faðir«. Það er hvorki upphaf eða end- ir á tilveru hans, og hann sér um alt sitt sköpunarverk, en þó mest um mannanna börn; þau elskar hann, já svo heitt að hann lítillækkaði sjálfann sig og varð okkur líkur i öllu, þó án syndar. Því næst var hann kallaður » Frí ðarh öfð ingit, og þar sem hjörtun opnast fyrir honum, þar verður friður. Ástæð- an fyrir því að þjóðirnar berj- ast" í dag er sú, að friðar- höfðinginn hefir ekki fengið eign- arrétt á hjörtunum, því ef svo væri, hefði heimurinn aldrei orð- ið vitni að slíku blóðbaði. En dýrð sé Guði, það er þó liópur sem hefir leyft friðarhöfðingjan- um inngöngu í hjörtu sín, og þar er friður. Halleluja! Er vér nú enn á ný höldum jól, þá látum það ekki einungis vera gleðihátíð með jólagjöfum, jólatrjám og leikjum, — enlátum oss taka á móti hinni himnesku gjöf, Guðs eingetna syni, í hjörtu vor. Þá mun það ske, að eins og hann var endurskyn föðursins og ímynd hans, þannig munuð einnig þér, kæru íslenzku dreng- ir og stúlkur, vaxa upp og veg- sama Guð með líkama ykkar og anda, sem er frá Gði. Þá mun aldrei nafnið, sem mamma ykkar og pabbi gáfu ykkur þegar þið vor- uð smá, saurgast af synd og skömm, en þá munuð þið varðveita fallegu nöfnin ykkar ósauruð alt lífið. Guð gefi nú lesendum Unga Hermannsins blessunarrík og gleðileg jól, og hjálpi ykkur til að þið mættuð vera fær um að gleðja aðra. Edv. Krogh, (stabakapt.). Frá jötunni til krossms. Son minn! gef mér hjarta þitt! að vor kæru börn og æsku- lýður, á þessari jólahátíð hugsa um þá miklu kærieiks- fórn, sem er upphaf þessarar há- tíðar. Jesús Kristur, guðs sonur, kom niður frá hásæti himinsins til vorrar dimmu köldu jarðar — frá hinu eilifa riki réttlætisins, til syndugs fallins heims. Hann tók sér bústað hjá hinum aumu. Það var í óálitlegu smáþorpi, — í jötu var honum búið legurúm. Oálitlegri gat koma hans til jarðarinnar ekki verið. í Nazaret á litlu heimili lifði hann æskuár sín. Ráðvandir og elskulegir voru hinir jarðnesku foreldrar hans, en það sem gerði barnæsku hans svo fagra var hin innilega fullvissa um að Guð var hans himneski faðir. Hann krafðist einskis af því sem heimsins var. Hvorki í barnæsk- unni eða á fullorðinsárunum var (Frh. á 94. bls.). vildi

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.