Ungi hermaðurinn - 01.07.1918, Qupperneq 2

Ungi hermaðurinn - 01.07.1918, Qupperneq 2
60 tjngl hermaðurlnn FreistÍDg. Skólinn er á enda í dag; og börnin hlaupa áhyggjulaus og glöð lieim til sín. Á leiðinni leika þau sér á ýmsa lund, því það er hið fegursta septem- berveður, sem hœgt er að kjósa sér. Uppskeran er rótt að enda, bóndinn er að koma seinasta korninu undir þak, og þó er ennþá eftir uppskera, því í görðunum standa ávxtatrón þak- in hinum fegurstu ávöxtum, sem bíða uppskerunnar. Það eru epli, perur, plómur og margt annað, sem öllum börnum þykir gott, ekki einungis í landinu, sem hór er um að ræða, en líka á íslandi. Það virðist vera Baklaus barnagleði yflr hópnum, og ekkert skyggja á eða valda þeim kvíða eða áhyggjum. Þau eru svo ánægð, sem að eins börn geta verið, sem hafa góða sam- vizku. En alt í einu kemur freisting- in, sem þeim veitist örðugt að sigra. Þau eru sem só komin að stórum garði, og eplatrón veifa til þeirra greinunum með hinum yndislegustu rauðu eplum. Hefðu þau nú bara flytt sór fram hjá garðinum eða reynt að líta í aðra átt, en nú námu þau staðar til þess að horfa á eplin, og því meir sem þau horfðu á þau, því sterkari varð freist- ingin til þess að taka af þelm. — Bara að enginn sjái það nú. — Og bara að litlu krakkarnir segi nú ekki frá því heima, svo pabbi og mamma frótti það. Það var margt að íhuga, og Krist- ján fær Friðrik til þess að lofa sór því upp á æru og trú að segja eng- um frá því. »Þú skalt fá helminginn«, segir hann um leið og hann .tekur um hálsinn á Friðrik og bendir á binn forboðna ávöxt. Og hvernig skyldi það nú hafa farið? Skyldi nú garð- eigandinn hafa komið og rekið þá burt, — eða skyldi þeim hafa hepnast að ná eplunum? Mór liggur við að halda, að þeir hafi að vísu náð í eplin og að þau hafi verið góð á bragðið; en þeg- ar þeir voru búnlr að borða þau, þá leið þeim eitthvað svo undarlega illa. »Hæ«, segir þú, »þeir hafa borðað of mikið og fengið magaveiki«. Nei, maga- veiki var það nú ekki og heldur ekki höfuðverkur, — en eg held heldur að það hafi verið hjartverkur, þvi hjart- að barðist svo órólega í þeim á eftir. Þeir voru hálf hræddir við alla, sem þeir hittu, og þegar þeir af tilviljun mættu garðeigandanum, þá þorðu þeir ekki að líta framan í hann og þó fanst þeim hann horfa á þá einB og hann vissi hvað þeir hefðu gert. Þeir höfðu mist hina hreinu gleði Bakleysisins, ótti fylti hjörtu þeirra og góða samvizkan var farin, svo þeir gáfcu heldur ekki horfst í augu við pabba og mömmu, en litu til jarðar eins og Kain. Alt þetta fyrir augnabliks ánægju, sem var fólgin í að borða epli. Það voru í saunleika dýr epli, miklu dýrari heldur en að kaupa þau hjá kaupmanninum. íslenzku börnin freistast ekki til að ræna eplatrón og perutrón, því þau eru ekki til á íslandi, en það er ann- að sem þau freistast til. Þegar ribs- trón eru alþakin indælum rauðum berjum, eða rófurnar freista barnanna hór á sumrin, þá eru því miður marg-

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.