Ungi hermaðurinn - 01.06.1920, Page 2
42
Ungi henuaSurinn.
dSrqftavQrfi cJ&su.
í Mattensar guðspjalli, 21.
kap. 15. 16., lesum vér: »En
er œðstn prestarnir og fræði-
mennirnir sáu dásemdarverk-
in, sem hann gerði, og börnin
sem hrópuðu í helgidóminum:
Hósanna Haviðs syni!, þá
gramdist þeim og þeir sögðu
við hann: Heyrir þú hvað
þessir segja? En Jesús segir
við þá: Já; hafið þér aldrei
lesið þetta: Af munni harna
og brjóstmylkinga hefir þú
tiíbúið þér lof«.
Eg hygg að það só hið fyrata,
sem festir sig í hugskoti barnsins
þegar það les eða heyrir um líf
Jesú og starfsemi hér á jörðunni,
sem sé kraftaverk hans, kærleiks-
verk hans. T. d. þegar hann lækn-
aði þá sjúku, gaf þeim mat, sem
hungraðir voru, og huggaði þá
sem voru sorgbitnir.
Já, þá finst börnunum ástæða
til þess að lofsyngja og hrópa:
Hósanna Davíðs syni
En menn nú á dögum virðast
vera mjög svo líkir prestunum
og fræðimönnunum á Jesú dög-
um, — börnin mega ekki lofa
Drottin. — Börn hafa ekkert vit
á því, segja sumir. En þannig
talaði Jesús ekki. »Af munni
barna og brjóstmylkinga hefir þú
tilbúið þér lof«, var svar hans
til fræðimannanna.
Látum oss tala við börbin og
unglingana um kraftaverk Jesú.
Ekki einungis um kraftaverk hans
á meðan hann var hér á jörð-
unni, heldur einnig um krafta-
verk hans nú á dögum; hvernig
menn fyrir trúna á hann verða
nýir og betri menn. Er það ekki
kraftaverk þegar þjófurinn verðui’
heiðarlegur maður, þegar lygar-
inn lætur af lygi sinni og talai'
sannleika, þegar spottarinu og
blótmaðurinn fara að ákalla
Drottin, og faðirinn, sem áður
sóaði vikukaupi sinu í veitinga-
húsinu í staðinn fyrir að kotni1
með það heim til konunnar og
barnanna — því þannig eru mörg
þúsund feður —, - fleygir frá sér
flöskunni og öllum illura löstum
og fer að þjóna Guði?
Hinn nafnfrægi trúboði, Gipsy
Smidt í Ameriku, segir frá, að
kvöld eitt, þegar hann var á
leiðinni á samkomuna, sem hano
átti að stjórna, kæmi til haus
lítil stúlka og rétti honum brjóst-
sykurpoka, Þegar hann spurðí
hana af hverju hún gerði þetta,
sagði hún: Vegna þess, að síðan
þú komst hingað og fórst að halda
samkomur. og pabbi fór að sæk]a
þær, þá kemur hann aldrei fulluf
heim né slær mömmu.
Kraftaverk Krists! Mega börniu
ekki vera með að lofa slíkan
frelsara ? Og þó er það hið stærsta
kraftaverk sem Jesús lét Bke og
sem hann lætur ske þann dag 1
dag, á svo mörgum unglingulU’
sem sé þegar Drottinn kveik11
ljós trúarinnar i hjörtum þeirra-